Hvað með Grindvíkinga? Guðbrandur Einarsson skrifar 10. janúar 2024 07:02 Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Grindavík Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Viðreisn Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar