2 dagar í EM: Næstbesta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 12:01 Ólafur Stefánsson kom sér endanlega í hóp bestu handboltamanna heims með frammistöðunni á Evrópumótinu fyrir 22 árum síðan. Getty/Alexander Hassenstein/ Íslenska landsliðið komst í fyrsta sinn í undanúrslit á Evrópumóti þegar liðið spilaði um verðlaun á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir 22 árum síðan. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir aðeins tvo daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Næstbesta Evrópumót strákanna okkar var mjög eftirminnilegt Evrópumót í Svíþjóð 2002 en íslenska liðið sprakk þá út á sínu fyrsta stórmóti undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur hafði tekið við liðinu af Þorbirni Jenssyni eftir HM 2001 og komið því í gegnum umspilsleiki á móti Hvíta-Rússlandi þar sem útileikurinn vannst með sjö mörkum. Liðið sló algjörlega í gegn á Evrópumótinu þar sem hröð upphlaup liðsins komu mörgum mótherjum oft í opna skjöldu. Ólafur Stefánsson bar boltann upp betur en flestir og línumaðurinn stóri og sterki Sigfús Sigurðsson gat líka hlaupið með. Það má sjá að þarna hafi mátt sjá upphafið að þróun handboltans næstu árin þar sem hröð miðja varð mikilvægur hluti af leiknum. Þetta mót var líka fyrsta skrefið hjá gullkynslóðinni sem átti eftir að gera enn betur næsta áratuginn á eftir. Þetta var hins vegar öðru fremur útskriftarhátíð Guðmundar sem eins besta handboltaþjálfara heims og aðeins upphafið að því sem hann átti eftir að gera í alþjóðlega handboltanum. Íslenska liðið gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sem voru ekki slæm úrslit svo sem en um leið gríðarlega svekkjandi þar sem íslensku strákarnir misstu frá sér sigurinn í blálokin. Sigfús Sigurðsson átti frábært Evrópumót í Svíþjóð árið 2002.Getty/Lars Ronbog Tveir sigrar á móti Slóveníu og Sviss tryggðu íslenska liðinu sigur í riðlinum. Liðið byrjaði milliriðilinn á jafntefli við Frakka í öðrum leik á mótinu þar sem sigurinn var í seilingarfjarlægð. Liðið lét það ekki trufla sig heldur vann síðan flotta og örugga sigra á bæði Júgóslavíu og Þýskalandi. Það þýddi að íslenska liðið var komið alla leið í undanúrslitin og hafði enn ekki tapað leik. Þetta var í fyrsta sinn í heilan áratug sem íslenska liðið spilaði um verðlaun á stórmóti og aðeins í annað skiptið í sögunni á þessum tíma. Áður hafði íslenska liðið komist í undanúrslitin á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Í undanúrslitaleiknum á móti Svíum gekk íslenska liðið á vegg og tapaði með ellefu marka mun. Liðið tapaði síðan með sjö mörkum á móti Dönum í leiknum um bronsverðlaunin. Íslensku strákarnir voru hreinlega bensínlausir í lok mótsins en það munaði líka miklu um meiðsli Patreks Jóhannessonar sem meiddist í sigrinum á Þjóðverjum. Hann spilaði meiddur á móti Svíum en gat ekki beitt sér almennilega. Ólafur Stefánsson varð þarna að súperstjörnu í handboltaheiminum og í lok ársins var hann kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn. Hann átti eftir að leiða íslenska liðið næstu árin og hljóta þau verðlaun oftar. Staffan Olsson og félagar í sænska landsliðinu enduðu EM-ævintýri íslenska landsliðsins fyrir 22 árum síðan.EPA/JESSICA GOW EM í Svíþjóð 2002 Lokastaða: 4. sæti Sigurleikir: 4 í 8 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (1. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson Besti leikur: Sigur á Þýskalandi (29-24) Versti leikur: Tap fyrir Svíþjóð (22-33) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Stefánsson 58/18 Patrekur Jóhannesson 35/5 Sigfús Sigurðsson 31 Einar Örn Jónsson 23 Guðjón Valur Sigurðsson 21 Dagur Sigurðsson 17 Aron Kristjánsson 12 Ólafur Stefánsson átti frábært mót og varð markakóngur keppninnar.EPA PHOTO EPA/ANTONIO BAT Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ólafur Stefánsson átti stórkostlegt mót og stimplaði sig inn í hóp bestu handboltamanna heims. Ólafur endaði sem markakóngur mótsins með 58 mörk, skoraði einu marki meira en Stefan Lövgren hjá Svíum. Ólafur var einnig með 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og kom því alls að 95 mörkum í átta leikjum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Enginn leikmaður kom að fleiri mörkum á Evrópumótinu og Ólafur var að sjálfsögðu valinn í úrvalslið mótsins. Óvænta stjarnan: Ísland eignaðist heimsklassa línumann í Sigfúsi Sigurðssyni sem sprakk út eftir að Guðmundur Guðmundsson tók við liðinu. Frábær varnarmaður sem kletturinn í miðri íslensku vörninni en á þessu móti var hann einnig lykilmaður í hröðum upphlaupum íslenska liðsins. Skoraði 31 mark í mótinu eða 3,9 mörk að meðaltali í leik. Fyrsta mótið hjá: Bjarni Frostason, Gunnar Berg Viktorsson, Halldór Ingólfsson og Sigfús Sigurðsson. Síðasta mótið hjá: Bjarni Frostason og Halldór Ingólfsson. Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti á sínu fyrsta stóramóti af mörgum.Mynd/NordicPhotos/Bongarts Viðtalið: Ég er stoltur og hrærður „Eftir að leikurinn var hafinn var aldrei vafi í mínum huga að við myndum vinna, allir voru fullkomlega með hugann við leikinn og gerðu frábæra hluti á leikvellinum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Morgunblaðið eftir fimm marka sigur á Þjóðverjum, 29-24. Þar með tryggði íslenska liðið sér efsta sæti milliriðilsins og mætti þar með Svíum í undanúrslitum. „Nú er ég fyrst og fremst stoltur og hrærður. Um leið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka að mér þetta starf,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Við erum ósigraðir og því samhengi má heldur ekki gleyma að við höfum ekki verið að leika við neinar meðalþjóðir í þessari keppni, heldur flestar bestu handknattleiksþjóðir heims. Ég verð að viðurkenna að eftir að við vorum komnir í milliriðla og mér varð ljós sá gríðarlegi styrkur sem í liðinu bjó, þá fór ég að hafa fulla trú á því að við gætum farið alla leið. Sigur í milliriðli var ef til vill fyrirfram bjartsýnismarkmið sem maður leiddi vart hugann að. „Ég hef alltaf fundið þessa gríðarlegu einbeitingu sem er í liðinu og hún kom svo sannarlega fram í þessum frábæra leik, liðið virðist geta bætt endalaust við sig, hver sem andstæðingurinn er,“ sagði Guðmundur. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 3 dagar í EM: Þriðja besta Evrópumót strákanna okkar Íslenska landsliðið náði sínum þriðja besta árangri í sögu Evrópukeppni karla í handbolta á mótinu í Danmörku fyrir tíu árum síðan. 9. janúar 2024 12:01 4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. 8. janúar 2024 12:00 5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. 7. janúar 2024 12:00 6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. 6. janúar 2024 12:10 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir aðeins tvo daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Næstbesta Evrópumót strákanna okkar var mjög eftirminnilegt Evrópumót í Svíþjóð 2002 en íslenska liðið sprakk þá út á sínu fyrsta stórmóti undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur hafði tekið við liðinu af Þorbirni Jenssyni eftir HM 2001 og komið því í gegnum umspilsleiki á móti Hvíta-Rússlandi þar sem útileikurinn vannst með sjö mörkum. Liðið sló algjörlega í gegn á Evrópumótinu þar sem hröð upphlaup liðsins komu mörgum mótherjum oft í opna skjöldu. Ólafur Stefánsson bar boltann upp betur en flestir og línumaðurinn stóri og sterki Sigfús Sigurðsson gat líka hlaupið með. Það má sjá að þarna hafi mátt sjá upphafið að þróun handboltans næstu árin þar sem hröð miðja varð mikilvægur hluti af leiknum. Þetta mót var líka fyrsta skrefið hjá gullkynslóðinni sem átti eftir að gera enn betur næsta áratuginn á eftir. Þetta var hins vegar öðru fremur útskriftarhátíð Guðmundar sem eins besta handboltaþjálfara heims og aðeins upphafið að því sem hann átti eftir að gera í alþjóðlega handboltanum. Íslenska liðið gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sem voru ekki slæm úrslit svo sem en um leið gríðarlega svekkjandi þar sem íslensku strákarnir misstu frá sér sigurinn í blálokin. Sigfús Sigurðsson átti frábært Evrópumót í Svíþjóð árið 2002.Getty/Lars Ronbog Tveir sigrar á móti Slóveníu og Sviss tryggðu íslenska liðinu sigur í riðlinum. Liðið byrjaði milliriðilinn á jafntefli við Frakka í öðrum leik á mótinu þar sem sigurinn var í seilingarfjarlægð. Liðið lét það ekki trufla sig heldur vann síðan flotta og örugga sigra á bæði Júgóslavíu og Þýskalandi. Það þýddi að íslenska liðið var komið alla leið í undanúrslitin og hafði enn ekki tapað leik. Þetta var í fyrsta sinn í heilan áratug sem íslenska liðið spilaði um verðlaun á stórmóti og aðeins í annað skiptið í sögunni á þessum tíma. Áður hafði íslenska liðið komist í undanúrslitin á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Í undanúrslitaleiknum á móti Svíum gekk íslenska liðið á vegg og tapaði með ellefu marka mun. Liðið tapaði síðan með sjö mörkum á móti Dönum í leiknum um bronsverðlaunin. Íslensku strákarnir voru hreinlega bensínlausir í lok mótsins en það munaði líka miklu um meiðsli Patreks Jóhannessonar sem meiddist í sigrinum á Þjóðverjum. Hann spilaði meiddur á móti Svíum en gat ekki beitt sér almennilega. Ólafur Stefánsson varð þarna að súperstjörnu í handboltaheiminum og í lok ársins var hann kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn. Hann átti eftir að leiða íslenska liðið næstu árin og hljóta þau verðlaun oftar. Staffan Olsson og félagar í sænska landsliðinu enduðu EM-ævintýri íslenska landsliðsins fyrir 22 árum síðan.EPA/JESSICA GOW EM í Svíþjóð 2002 Lokastaða: 4. sæti Sigurleikir: 4 í 8 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (1. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson Besti leikur: Sigur á Þýskalandi (29-24) Versti leikur: Tap fyrir Svíþjóð (22-33) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Stefánsson 58/18 Patrekur Jóhannesson 35/5 Sigfús Sigurðsson 31 Einar Örn Jónsson 23 Guðjón Valur Sigurðsson 21 Dagur Sigurðsson 17 Aron Kristjánsson 12 Ólafur Stefánsson átti frábært mót og varð markakóngur keppninnar.EPA PHOTO EPA/ANTONIO BAT Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ólafur Stefánsson átti stórkostlegt mót og stimplaði sig inn í hóp bestu handboltamanna heims. Ólafur endaði sem markakóngur mótsins með 58 mörk, skoraði einu marki meira en Stefan Lövgren hjá Svíum. Ólafur var einnig með 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og kom því alls að 95 mörkum í átta leikjum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Enginn leikmaður kom að fleiri mörkum á Evrópumótinu og Ólafur var að sjálfsögðu valinn í úrvalslið mótsins. Óvænta stjarnan: Ísland eignaðist heimsklassa línumann í Sigfúsi Sigurðssyni sem sprakk út eftir að Guðmundur Guðmundsson tók við liðinu. Frábær varnarmaður sem kletturinn í miðri íslensku vörninni en á þessu móti var hann einnig lykilmaður í hröðum upphlaupum íslenska liðsins. Skoraði 31 mark í mótinu eða 3,9 mörk að meðaltali í leik. Fyrsta mótið hjá: Bjarni Frostason, Gunnar Berg Viktorsson, Halldór Ingólfsson og Sigfús Sigurðsson. Síðasta mótið hjá: Bjarni Frostason og Halldór Ingólfsson. Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti á sínu fyrsta stóramóti af mörgum.Mynd/NordicPhotos/Bongarts Viðtalið: Ég er stoltur og hrærður „Eftir að leikurinn var hafinn var aldrei vafi í mínum huga að við myndum vinna, allir voru fullkomlega með hugann við leikinn og gerðu frábæra hluti á leikvellinum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Morgunblaðið eftir fimm marka sigur á Þjóðverjum, 29-24. Þar með tryggði íslenska liðið sér efsta sæti milliriðilsins og mætti þar með Svíum í undanúrslitum. „Nú er ég fyrst og fremst stoltur og hrærður. Um leið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka að mér þetta starf,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Við erum ósigraðir og því samhengi má heldur ekki gleyma að við höfum ekki verið að leika við neinar meðalþjóðir í þessari keppni, heldur flestar bestu handknattleiksþjóðir heims. Ég verð að viðurkenna að eftir að við vorum komnir í milliriðla og mér varð ljós sá gríðarlegi styrkur sem í liðinu bjó, þá fór ég að hafa fulla trú á því að við gætum farið alla leið. Sigur í milliriðli var ef til vill fyrirfram bjartsýnismarkmið sem maður leiddi vart hugann að. „Ég hef alltaf fundið þessa gríðarlegu einbeitingu sem er í liðinu og hún kom svo sannarlega fram í þessum frábæra leik, liðið virðist geta bætt endalaust við sig, hver sem andstæðingurinn er,“ sagði Guðmundur.
EM í Svíþjóð 2002 Lokastaða: 4. sæti Sigurleikir: 4 í 8 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (1. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson Besti leikur: Sigur á Þýskalandi (29-24) Versti leikur: Tap fyrir Svíþjóð (22-33) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Stefánsson 58/18 Patrekur Jóhannesson 35/5 Sigfús Sigurðsson 31 Einar Örn Jónsson 23 Guðjón Valur Sigurðsson 21 Dagur Sigurðsson 17 Aron Kristjánsson 12
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 3 dagar í EM: Þriðja besta Evrópumót strákanna okkar Íslenska landsliðið náði sínum þriðja besta árangri í sögu Evrópukeppni karla í handbolta á mótinu í Danmörku fyrir tíu árum síðan. 9. janúar 2024 12:01 4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. 8. janúar 2024 12:00 5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. 7. janúar 2024 12:00 6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. 6. janúar 2024 12:10 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
3 dagar í EM: Þriðja besta Evrópumót strákanna okkar Íslenska landsliðið náði sínum þriðja besta árangri í sögu Evrópukeppni karla í handbolta á mótinu í Danmörku fyrir tíu árum síðan. 9. janúar 2024 12:01
4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. 8. janúar 2024 12:00
5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. 7. janúar 2024 12:00
6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. 6. janúar 2024 12:10
7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01
8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01
9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00