Hjólastólalyftan ítrekað biluð vegna of þungra hjólastóla Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 07:00 Bíóhúsið var byggt árið 1929 og ekki gert ráð fyrir aðgengi fólks í hjólastól. Lyftan til að fara í sal á efri hæð er oft biluð. Mynd/Sambíó Hjólastólalyfta í kvikmyndahúsinu á Akureyri er ítrekað biluð því of þungir rafmagnsstólar fara í hana. Lyftan er aðeins gerð fyrir stóla sem eru ekki rafmagnsstólar. Aðgengismál eru misjöfn eftir kvikmyndahúsum Sambíóanna en best í Egilshöll og Kringlunni. „Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“ Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
„Lyftan var löguð sama dag og greinin birtist í síðustu viku. Þau voru að bíða eftir varahlutum úr bænum sem voru pantaðir að utan,“ segir Björn Björn Árnason framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækja hjá Samfilm sem reka Sambíóin á Íslandi og á þá við stólalyftu í kvikmyndahúsi þeirra á Akureyri sem reglulega er biluð. Fjallað var um hana í síðustu viku en Sigrún María Óskarsdóttir sagði þá í viðtali að Sambíóin á Akureyri yrðu að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Þessi lyfta er ekki fyrir rafmagnsstóla en þeir hafa verið að fara í hana. Þá springa einhver öryggi sem gera hana óvirka og þá þarf að panta ný stykki. Það er það sem hefur svo oft farið með hana. Það stendur skýrt á henni að hún taki ekki meira en eitthvað í kringum 250 kíló en rafmagnsstólar geta farið hátt í 400,“ segir Björn. Hann segir að húsið sjálft sé byggt árið 1929 og þá hafi ekki verið hugsað mikið út í aðgengismál fatlaðra. Hann segir að í kvikmyndahúsinu séu tveir salir og það hafi verið hægt að fara inn í þann á neðri hæðinni að neðan en þá er aðeins hægt að sitja fremst. Í salnum uppi kemur fólk inn efst. „Það var verið að skoða þessi mál fyrir Covid. Stiginn er dálítið erfiður því hann er í boga en svo kom Covid og það var allt sett í bremsu þá. Við erum að koma okkur upp úr þeirri holu enn og það er kominn tími til að dusta rykið af því að skoða hvort það séu til lyftur höndla hjólastóla upp þennan bogastiga. Það er verið að skoða það en á meðan er ekkert mál fyrir hjólastóla sem eru ekki rafmagnskeyrðir að fara upp,“ segir Björn og að rafmagnsstólarnir geti farið inn að neðan í neðri salinn. Björn segir að það sé enn fremur verið að skoða það hvort að hægt sé að fjarlægja einhver sæti svo fólk gæti setið aðeins aftar í salnum niðri. Besta aðgengið í Egilshöll og Kringlunni Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að aðgengi sé misjafnt eftir kvikmyndahúsum. Það sé hvað best í Egilshöll og Kringlunni. Elsta kvikmyndahús Sambíóanna er við Álfabakka en það hefur ekki verið tekið í gegn síðan um aldamótin. „Næst þegar farið verður í framkvæmdir í húsinu verður hugsað vel út í þetta. Það eru aðallega salir niðri sem eru erfiðir en myndirnar eru alltaf í fleiri en einu húsi. Aðgengið er miklu betra í nýju húsunum í dag,“ segir Alfreð og að gestir sem séu í hjólastól fái alltaf ókeypis í bíó. Kvikmyndahúsið við Álfabakka er elsta bíó Sambíóanna. Það opnaði 1982. Mynd/Sambíó Hann segir að bíóið hafi opnað árið 1982 og til að byrja með hafi verið hjólastólalyfta niður. En þá hafi kvikmyndir aðeins verið sýndar uppi. „Stólar eru teknir inn niðri ef það er óskað eftir því að koma þar inn. En það væri auðvitað óskandi að hafa lyftu. En fólkið veit af öðrum húsum. Myndirnar eru alltaf sýndar í tveimur eða þremur húsum.“ En hefur Álfabakki eitthvað verði tekinn í gegn? „Já, það voru breytingar 2000 og 2002 opnaði fyrsti lúxussalurinn í Álfabakkanum. En Kringlan er búin að fara í tvær upplyftingar og Egilshöllin í millitíðinni.“
Málefni fatlaðs fólks Akureyri Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira