Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 10:30 Ómar Ingi Magnússon á æfingu landsliðsins í Þýskalandi. Það kemur mikið til með að mæða á honum á EM. VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira