„Reynslunni ríkari í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 14:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson á ferðinni í Ólympíuhöllinni í München í dag en þar spilaði hann á sínu fyrsta stórmóti. VÍSIR/VILHELM Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun. „Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Ég spilaði hérna árið 2019, á mínu fyrsta stórmóti, og er reynslunni ríkari í dag,“ segir Gísli Þorgeir en heimsmeistaramótið fór fram í Þýskalandi árið 2019 og Íslandi spilaði einmitt hér í München í upphafi móts. „Já, við áttum góða leiki hér. Unnum Makedóníu og komumst áfram í milliriðla, þar sem við vissulega töpuðum í Köln gegn Þýskalandi og fleirum. En við eigum góðar minningar héðan,“ segir Gísli. Klippa: Gísli kannast vel við sig í München Óhætt er að segja að fjöldi Íslendinga bíði spenntur eftir morgundeginum og búist er við að um 4.000 Íslendingar komi til München vegna leikja Íslands, til að styðja við strákana. „Það er súrrealískt. Maður er hrærður yfir þessum stuðningi og ég get ekki beðið.“ „Það er allt upp á tíu“ Gísli vann kapphlaupið við tímann um að geta verið með á EM, en hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla síðasta sumar eftir að hafa tryggt Magdeburg Evrópumeistaratitilinn. Hann lætur engan bilbug á sér finna varðandi líkamlegt ástand, þó að rétt mánuður sé síðan hann gat byrjað að spila aftur handbolta: „Það er allt upp á tíu. Ég er klár í slaginn á morgun. Fullur fókus og við ætlum að gefa allt í þennan leik, það er engin spurning.“ Gísli var einnig spurður út í stemninguna í upphafi æfingar liðsins í dag, en leikmenn virtust laufléttir og komu í salinn með íslenska tónlist á fullu blasti: „Skímó hefur aldrei drepið neinn,“ segir Gísli léttur. „Það er alltaf góð stemning yfir því, léttur andi og menn eru klárir í þetta að því leytinu líka. En léttur andi gefur þér ekki sigur á EM. Við þurfum að standa okkur á vellinum. En það skaðar engan að hafa léttan móral og góðan anda.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira