„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 08:00 Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia í Ólympíuhöllinni í München þar sem Ísland spilar við Serbíu í dag, Svartfjallaland á sunnudag og Ungverjaland á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. „Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
„Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira