Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding | Frammarar nær toppnum eftir öruggan sigur Dagur Lárusson skrifar 11. janúar 2024 18:45 vísir/hulda margrét Fram vann öruggan sigur á Aftureldingu í Olís deild kvenna í kvöld en eftir sigurinn er Fram fjórum stigum frá toppnum. Fyrir leikinn var Fram í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir Haukum og sex stigum á eftir toppliði Vals. Fyrri hálfleikurinn var heldur jafn en Fram stelpur voru þó yfirleitt með forystuna en þær Lena Margrét og Alfa Brá voru virkilega öflugar í sóknarleik Fram. Eftir fimmtán mínútur var staðan 8-6. Munurinn á liðinum varð aldrei mikið meira en það í fyrri hálfleiknum en í hálfleik var staðan 15-13. En það var í seinni hálfleiknum þar sem Fram sýndi yfirburði sína og jók forskot sitt smátt og smátt. Skotnýting Aftureldingar hrakféll á meðan Fram stelpur virtust skora úr hverri einustu sókn. Þórey Rósa spilaði sérstaklega vel í seinni hálfleiknum en hún skoraði hvert markið á fætur öðru úr hægra horninu. Að lokum vann fram 31-22 og er því komið með sextán stig í þriðja sæti deildarinnar. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í leiknum með 12 mörk en næst á eftir henni var Þórey Rósa Stefánsdóttir með átta mörk. Einar Jónsson: Vorum mjög góðar í seinni hálfleiknum Einar Jónsson á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Frammistaðan í seinni hálfleiknum var virkilega góð og í rauninni eðlileg fyrir okkur,“ byrjaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Frammistaðan í seinni var svolítið framhald af því sem við höfum verið að sýna í síðustu leikjum. En fyrri hálfleikinnn var ekki góður hjá okkur en við þjöppuðum okkur saman í hálfleik og gerðum vel í seinni,“ hélt Einar áfram að segja. Einar tók leikhlé um miðbik fyrri hálfleiksins þar sem hann lét sínar stelpur heyra það. Hann sagði að þar hafi hann verið að kalla eftir meiri baráttu og áræðni. „Við vorum bara á hælunum að mínu mati. Það voru fullt af hlutum sem við vorum búin að ræða fyrir leikinn sem við vorum ekki að gera. Við vorum skrefi á eftir og það voru of mörg atriði þar sem mér fannst við ekki vera að standa okkur í. Við vorum til dæmis með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik og það er mjög ólíkt okkur og við vorum að klikka á of mikið af dauðafærum líka. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega bara ekki það sem við viljum sýna,“ endaði Einar Jónsson að segja. Guðmundur Helgi Pálsson: Skotnýtingin fór niður í seinni „Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur,“ byrjaði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar, að segja eftir leik. „Við vorum að spila vel og þá sérstaklega varnarlega og við vorum að berjast af fullum krafti,“ hélt Guðmundur áfram að segja. „Sóknarleikurinn var betri í fyrri en það er virkilega erfitt að sækja stig hingað í dalinn.“ Fram jók forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleiknum eftir heldur jafnan fyrri hálfleik en Guðmundur taldi að aðal ástæðan fyrir því hafi verið skotnýtingin. „Skotnýtingin fór bara aðeins niður á við í seinni hálfleiknum. Ég er með það allt á svart og hvítu hérna fyrir framan mig. Markmennirnir þeirra fóru að verja betur og síðan fórum við að tapa boltanum of oft,“ endaði Guðmundur Helgi Pálsson að segja eftir leik. Olís-deild kvenna Fram Afturelding
Fram vann öruggan sigur á Aftureldingu í Olís deild kvenna í kvöld en eftir sigurinn er Fram fjórum stigum frá toppnum. Fyrir leikinn var Fram í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir Haukum og sex stigum á eftir toppliði Vals. Fyrri hálfleikurinn var heldur jafn en Fram stelpur voru þó yfirleitt með forystuna en þær Lena Margrét og Alfa Brá voru virkilega öflugar í sóknarleik Fram. Eftir fimmtán mínútur var staðan 8-6. Munurinn á liðinum varð aldrei mikið meira en það í fyrri hálfleiknum en í hálfleik var staðan 15-13. En það var í seinni hálfleiknum þar sem Fram sýndi yfirburði sína og jók forskot sitt smátt og smátt. Skotnýting Aftureldingar hrakféll á meðan Fram stelpur virtust skora úr hverri einustu sókn. Þórey Rósa spilaði sérstaklega vel í seinni hálfleiknum en hún skoraði hvert markið á fætur öðru úr hægra horninu. Að lokum vann fram 31-22 og er því komið með sextán stig í þriðja sæti deildarinnar. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í leiknum með 12 mörk en næst á eftir henni var Þórey Rósa Stefánsdóttir með átta mörk. Einar Jónsson: Vorum mjög góðar í seinni hálfleiknum Einar Jónsson á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Frammistaðan í seinni hálfleiknum var virkilega góð og í rauninni eðlileg fyrir okkur,“ byrjaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Frammistaðan í seinni var svolítið framhald af því sem við höfum verið að sýna í síðustu leikjum. En fyrri hálfleikinnn var ekki góður hjá okkur en við þjöppuðum okkur saman í hálfleik og gerðum vel í seinni,“ hélt Einar áfram að segja. Einar tók leikhlé um miðbik fyrri hálfleiksins þar sem hann lét sínar stelpur heyra það. Hann sagði að þar hafi hann verið að kalla eftir meiri baráttu og áræðni. „Við vorum bara á hælunum að mínu mati. Það voru fullt af hlutum sem við vorum búin að ræða fyrir leikinn sem við vorum ekki að gera. Við vorum skrefi á eftir og það voru of mörg atriði þar sem mér fannst við ekki vera að standa okkur í. Við vorum til dæmis með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik og það er mjög ólíkt okkur og við vorum að klikka á of mikið af dauðafærum líka. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega bara ekki það sem við viljum sýna,“ endaði Einar Jónsson að segja. Guðmundur Helgi Pálsson: Skotnýtingin fór niður í seinni „Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur,“ byrjaði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Aftureldingar, að segja eftir leik. „Við vorum að spila vel og þá sérstaklega varnarlega og við vorum að berjast af fullum krafti,“ hélt Guðmundur áfram að segja. „Sóknarleikurinn var betri í fyrri en það er virkilega erfitt að sækja stig hingað í dalinn.“ Fram jók forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleiknum eftir heldur jafnan fyrri hálfleik en Guðmundur taldi að aðal ástæðan fyrir því hafi verið skotnýtingin. „Skotnýtingin fór bara aðeins niður á við í seinni hálfleiknum. Ég er með það allt á svart og hvítu hérna fyrir framan mig. Markmennirnir þeirra fóru að verja betur og síðan fórum við að tapa boltanum of oft,“ endaði Guðmundur Helgi Pálsson að segja eftir leik.