Skaðsemi of lágra raunvaxta Arnbjörn Ingimundarson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun