„Náðum aldrei góðum takti“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 19:15 Viktor varði 15 skot í leiknum. vísir / vilhelm Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. Svo varð ekki en Ísland sótti eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Leikurinn byrjaði hægt og færanýting var slök. Viktor Gísli hélt liðinu inn í leiknum með frábærri markvörslu og uppskar fallegt knús frá þjálfara sínum fyrir það. Hann hræddi íslensku þjóðina með smávægilegum veikindum í vikunni en leit út fyrir að vera upp á sitt allra besta í þessum leik. „Bara fínn, smá slappleiki. Við ákvaðum að taka þessu mjög örugglega. Slakaði á inni á hótelherbergi í einn dag og var 100% ready fyrir daginn í dag. Mér leið vel frá upphafi og komst í góðan takt. “ sagði Viktor strax að leiknum. Viktor var ekki sá eini sem varði en markvörður Serba fór einnig mikinn í fyrri hálfleik. „Hann lokaði bara búrinu líka skilurðu. Frábær markvörður þarna hinum megin líka, stundum er það þannig. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og nýta færin aðeins betur. Svo var þetta eins hjá þeim í seinni hálfleik, markmennirnir ekki að verja eins mikið. Þetta var bara jafn leikur allan tímann.“ Hann sagði niðurstöðu leiksins þó klárlega mikil vonbrigði og vonast til að liðið geti gert betur í næsta leik. „Klárlega [vonbrigði]. Við náðum aldrei góðum takt, kannski aðeins í fyrri hálfleik en við eigum margt inni og náðum jafntefli gegn góðu liði Serba.“ Klippa: Viktor Gísli eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt við Viktor Gísla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Svo varð ekki en Ísland sótti eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Leikurinn byrjaði hægt og færanýting var slök. Viktor Gísli hélt liðinu inn í leiknum með frábærri markvörslu og uppskar fallegt knús frá þjálfara sínum fyrir það. Hann hræddi íslensku þjóðina með smávægilegum veikindum í vikunni en leit út fyrir að vera upp á sitt allra besta í þessum leik. „Bara fínn, smá slappleiki. Við ákvaðum að taka þessu mjög örugglega. Slakaði á inni á hótelherbergi í einn dag og var 100% ready fyrir daginn í dag. Mér leið vel frá upphafi og komst í góðan takt. “ sagði Viktor strax að leiknum. Viktor var ekki sá eini sem varði en markvörður Serba fór einnig mikinn í fyrri hálfleik. „Hann lokaði bara búrinu líka skilurðu. Frábær markvörður þarna hinum megin líka, stundum er það þannig. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og nýta færin aðeins betur. Svo var þetta eins hjá þeim í seinni hálfleik, markmennirnir ekki að verja eins mikið. Þetta var bara jafn leikur allan tímann.“ Hann sagði niðurstöðu leiksins þó klárlega mikil vonbrigði og vonast til að liðið geti gert betur í næsta leik. „Klárlega [vonbrigði]. Við náðum aldrei góðum takt, kannski aðeins í fyrri hálfleik en við eigum margt inni og náðum jafntefli gegn góðu liði Serba.“ Klippa: Viktor Gísli eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt við Viktor Gísla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07