Hraðasektir dauðadómur fyrir suma en aðrir finni ekkert fyrir þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 19:11 Hákon Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi við Hringbraut. Vísir/Steingrímur Dúi Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli stórtjóni þegar hann ók á átta bíla við Hringbraut í morgun. Íbúi segir ofsaakstur á svæðinu hafa verið vandamál til margra ára. Hann kallar eftir því að hraðasektir taki mið af tekjum ökumanna. Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08
Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48