Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. janúar 2024 08:00 Það sem einkennir viðtölin í Atvinnulífinu er ekki aðeins áhugavert fólk úr ólíkum áttum, á ólíkum aldri eða með ólíkan reynsluheim, heldur það hversu einlæg þau eru. Enda eru langvinsælustu viðtölin þau sem samtvinna vinnuna og lífið í eina sögu. Því hvað er annað án hins? Vísir/Vilhelm Við upplifum mörg mikla ástríðu fyrir vinnunni okkar. En vitum að lífið er svo miklu meira en vinnan. Viðtölin í Atvinnulífinu taka mið af þessu og þar er mannlega hliðin því alltaf í fyrirrúmi. Enda eru þessi viðtöl vel lesin. Síðustu helgar höfum við rifjað upp sögur og verkefni frá árinu í fyrra. Í dag ætlum við að renna yfir nokkur af viðtölum Atvinnulífsins í fyrra. Þá byrjuðum við árið með viðtali við ungan milljónamæring sem eflaust hefur afrekað meira en margur nær á heilli ævi í viðskiptum og atvinnulífi. Eyþór Máni Steinarsson er alinn upp á Hellu, elstur fimm systkina og einn af fyrstu stjórnendum í atvinnulífinu sem telst til Z-kynslóðarinnar. Sem jú, sögð er sú kynslóð sem mun breyta hvað mestu. Viðtalið við Eyþór var mest lesna viðtalið í Viðskiptum og Atvinnulífi Vísis í fyrra. „Ég er alltaf jafn hissa þegar fyrirtæki eru að slá á brjóst sér fyrir að bjóða starfsfólki upp á fjarvinnu sem valkost. Því í mínum huga er það svo sjálfsagður hlutur í þeim störfum sem það er hægt.“ En við leituðum líka í reynslubrunn eldri kynslóða. Sem hafa frá mörgu að segja og eru enn að, þótt þeir séu jafnvel orðnir eldri en það sem kerfið segir að teljist aldurinn þar sem fólki ber að hætta að vinna. Eyjólfur Pálsson stofnaði Epal árið 1975 og þegar hann var úti í Danmörku í námi, voru fréttir sagðar með handskrifuðum bréfum sem send voru í pósti. Sem Eyjólfur gerði reglulega. Hann hringdi þó í mömmu sína einu sinni til að tilkynna að hún væri orðin amma. Viðtalið við Eyjólf var næstmest lesna viðtal Atvinnulífsins í fyrra. Eyjólfur er augljóslega uppátækjasamur með meiru og þótt hann viðurkenni að hafa oft látið vinnuna ganga fyrir fjölskyldunni í gegnum tíðina, leynir hann á sér í rómantíkinni í dag. „Núna í sumar voru síðan komin tíu ár frá þessu stefnumóti. Þann 3.júlí sendi ég Ingibjörgu því SMS og bað hana um að hitta mig aftur við bekkinn klukkan þrjú. Þegar hún kom þangað beið ég hennar með kampavín og glös.“ Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur var einlæg í ítarlegu viðtali um starfsframan og lífið síðsumars. Enda þriðja mest lesna viðtalið árið 2023. Sigríður segir ekki aðeins frá því hvernig hún upplifði það hlutverk að vera í Rannsóknarnefnd Alþingis í kjölfar bankahruns, heldur segir hún einnig frá því hvernig hún skilaði skömminni til leiðbeinanda í Yale háskóla, sem svo sannarlega sýndi henni kvenfyrirlitningu þegar hún var ung og í barneignum. Upplifun sem án efa fleiri konur kannast við. „Ég gleymi aldrei viðbrögðunum hans þegar að ég sagði honum að ég ætti von á barni númer tvö. Þá svaraði hann einfaldlega „Your timing sucks,“ og fljótlega hætti hann að svara öllum tölvupóstum frá mér. Lét sig hverfa sem var gífurlega mikið áfall fyrir mig því að ég hafði verið mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda og starfað mjög náið með honum í mörgum verkefnum fram að því.“ Almennt er leitast við það í Atvinnulífinu að taka fólk tali sem hefur gerst alls kyns hluti. Hér heima eða erlendis. Jafnvel hvoru tveggja. Mjög vel lesið viðtal var við forsvarsmann fyrirtækis í Grindavík, Hilmar Sigurðsson, Bryggjuna. Ekki óraði neinum fyrir því þegar viðtalið var tekið, hver staðan yrði fyrir íbúa og vinnustaði innan við ári síðar. „Allt var samt eldað í heimahúsi og bakað. Ef það vantaði eitthvað á kaffihúsið var bara hringt heim og sagt „Marensinn er að verða búinn“ og þá var bara skellt í fleiri marengs og kökurnar og annað keyrt niður á höfn.“ Í Atvinnulífinu er talað við fjöldan allan af frumkvöðlum og sprotum á hverju ári. Og augljóst að verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Allt frá nýsköpun tengdri prjónaskap, hestamennsku eða vindmyllum úti á hafi. Stundum eru frumkvöðlar líka sýnilegir í viðtölum við reynslubolta sem oft hafa verið á undan sinni samtíð í sínu starfi. Gott dæmi um slíkan reynslubolta er Björg Ingadóttir í Spakmannspjörum. Að heyra söguna frá reynsluboltum eins og Kötu S. Óladóttur, fyrrum eiganda Hagvangs er líka ómetanlegt. Sem man ekki aðeins tímana tvenna heldur hefur hún komið að ráðningum lykilstarfsmanna og annarra í áratugi. Að heyra sögurnar um fyrirtæki sem heilu fjölskyldurnar standa að er líka ótrúlega vinsælt efni í hvert sinn. Hrafnhildur Hermannsdóttir viðurkennir til dæmis í viðtali um stofnun Eldum rétt, að henni leist ekkert alls kostar vel á hugmynd eiginmannsins í upphafi. Það er líka alltaf vinsælt að heyra sögur um Íslendinga í útlöndum sem eru að gera það gott. Hvort heldur sem það eru sögur fólks sem vinda sínu kvæði í kross eða forstjórar svo stórra fyrirtækja að sumir hverjir átta sig ekki á því að það er Íslendingur í brúnni. Það verður líka að segjast að oft eru fyrrum eða núverandi fjölmiðlamenn miklir og góðir sögumenn. Sem oftar en ekki fá lesendur til að skella uppúr við lesturinn. Það er líka alltaf gaman að heyra sögur af fólki sem nær hreinlega svo langt í sínu fagi að það kemur meira að segja sjálfu sér á óvart. Stundum minna sögur líka á villta vestrið. Svo ævintýralegar eru þær. Að sjálfsögðu eru regluleg viðtöl við fólk sem hefur komið til Íslands erlendis frá. Eða eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi þótt það búi annars staðar. Loks eru það þeir sem ýmist starfa á Íslandi eða í útlöndum. Svo ekki sé talað um unga fólkið sem oftar en ekki gefur frábær ráð fyrir fólk sem vill ná langt í starfsframa og byggja sjálfið sitt upp. Hjónaviðtöl eru líka alltaf vinsæl. Ekki síst þegar sögurnar á bakvið reksturinn eða hugmyndina eru sagðar á skemmtilegan og mannlegan hátt. Atvinnulífið þakkar lesendum fyrir frábærar viðtökur á liðnu ári. Umsjónarmaður Atvinnulífsins á Vísi er Rakel Sveinsdóttir, rakelsv@syn.is. Starfsframi Nýsköpun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Síðustu helgar höfum við rifjað upp sögur og verkefni frá árinu í fyrra. Í dag ætlum við að renna yfir nokkur af viðtölum Atvinnulífsins í fyrra. Þá byrjuðum við árið með viðtali við ungan milljónamæring sem eflaust hefur afrekað meira en margur nær á heilli ævi í viðskiptum og atvinnulífi. Eyþór Máni Steinarsson er alinn upp á Hellu, elstur fimm systkina og einn af fyrstu stjórnendum í atvinnulífinu sem telst til Z-kynslóðarinnar. Sem jú, sögð er sú kynslóð sem mun breyta hvað mestu. Viðtalið við Eyþór var mest lesna viðtalið í Viðskiptum og Atvinnulífi Vísis í fyrra. „Ég er alltaf jafn hissa þegar fyrirtæki eru að slá á brjóst sér fyrir að bjóða starfsfólki upp á fjarvinnu sem valkost. Því í mínum huga er það svo sjálfsagður hlutur í þeim störfum sem það er hægt.“ En við leituðum líka í reynslubrunn eldri kynslóða. Sem hafa frá mörgu að segja og eru enn að, þótt þeir séu jafnvel orðnir eldri en það sem kerfið segir að teljist aldurinn þar sem fólki ber að hætta að vinna. Eyjólfur Pálsson stofnaði Epal árið 1975 og þegar hann var úti í Danmörku í námi, voru fréttir sagðar með handskrifuðum bréfum sem send voru í pósti. Sem Eyjólfur gerði reglulega. Hann hringdi þó í mömmu sína einu sinni til að tilkynna að hún væri orðin amma. Viðtalið við Eyjólf var næstmest lesna viðtal Atvinnulífsins í fyrra. Eyjólfur er augljóslega uppátækjasamur með meiru og þótt hann viðurkenni að hafa oft látið vinnuna ganga fyrir fjölskyldunni í gegnum tíðina, leynir hann á sér í rómantíkinni í dag. „Núna í sumar voru síðan komin tíu ár frá þessu stefnumóti. Þann 3.júlí sendi ég Ingibjörgu því SMS og bað hana um að hitta mig aftur við bekkinn klukkan þrjú. Þegar hún kom þangað beið ég hennar með kampavín og glös.“ Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur var einlæg í ítarlegu viðtali um starfsframan og lífið síðsumars. Enda þriðja mest lesna viðtalið árið 2023. Sigríður segir ekki aðeins frá því hvernig hún upplifði það hlutverk að vera í Rannsóknarnefnd Alþingis í kjölfar bankahruns, heldur segir hún einnig frá því hvernig hún skilaði skömminni til leiðbeinanda í Yale háskóla, sem svo sannarlega sýndi henni kvenfyrirlitningu þegar hún var ung og í barneignum. Upplifun sem án efa fleiri konur kannast við. „Ég gleymi aldrei viðbrögðunum hans þegar að ég sagði honum að ég ætti von á barni númer tvö. Þá svaraði hann einfaldlega „Your timing sucks,“ og fljótlega hætti hann að svara öllum tölvupóstum frá mér. Lét sig hverfa sem var gífurlega mikið áfall fyrir mig því að ég hafði verið mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda og starfað mjög náið með honum í mörgum verkefnum fram að því.“ Almennt er leitast við það í Atvinnulífinu að taka fólk tali sem hefur gerst alls kyns hluti. Hér heima eða erlendis. Jafnvel hvoru tveggja. Mjög vel lesið viðtal var við forsvarsmann fyrirtækis í Grindavík, Hilmar Sigurðsson, Bryggjuna. Ekki óraði neinum fyrir því þegar viðtalið var tekið, hver staðan yrði fyrir íbúa og vinnustaði innan við ári síðar. „Allt var samt eldað í heimahúsi og bakað. Ef það vantaði eitthvað á kaffihúsið var bara hringt heim og sagt „Marensinn er að verða búinn“ og þá var bara skellt í fleiri marengs og kökurnar og annað keyrt niður á höfn.“ Í Atvinnulífinu er talað við fjöldan allan af frumkvöðlum og sprotum á hverju ári. Og augljóst að verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Allt frá nýsköpun tengdri prjónaskap, hestamennsku eða vindmyllum úti á hafi. Stundum eru frumkvöðlar líka sýnilegir í viðtölum við reynslubolta sem oft hafa verið á undan sinni samtíð í sínu starfi. Gott dæmi um slíkan reynslubolta er Björg Ingadóttir í Spakmannspjörum. Að heyra söguna frá reynsluboltum eins og Kötu S. Óladóttur, fyrrum eiganda Hagvangs er líka ómetanlegt. Sem man ekki aðeins tímana tvenna heldur hefur hún komið að ráðningum lykilstarfsmanna og annarra í áratugi. Að heyra sögurnar um fyrirtæki sem heilu fjölskyldurnar standa að er líka ótrúlega vinsælt efni í hvert sinn. Hrafnhildur Hermannsdóttir viðurkennir til dæmis í viðtali um stofnun Eldum rétt, að henni leist ekkert alls kostar vel á hugmynd eiginmannsins í upphafi. Það er líka alltaf vinsælt að heyra sögur um Íslendinga í útlöndum sem eru að gera það gott. Hvort heldur sem það eru sögur fólks sem vinda sínu kvæði í kross eða forstjórar svo stórra fyrirtækja að sumir hverjir átta sig ekki á því að það er Íslendingur í brúnni. Það verður líka að segjast að oft eru fyrrum eða núverandi fjölmiðlamenn miklir og góðir sögumenn. Sem oftar en ekki fá lesendur til að skella uppúr við lesturinn. Það er líka alltaf gaman að heyra sögur af fólki sem nær hreinlega svo langt í sínu fagi að það kemur meira að segja sjálfu sér á óvart. Stundum minna sögur líka á villta vestrið. Svo ævintýralegar eru þær. Að sjálfsögðu eru regluleg viðtöl við fólk sem hefur komið til Íslands erlendis frá. Eða eru þátttakendur í íslensku atvinnulífi þótt það búi annars staðar. Loks eru það þeir sem ýmist starfa á Íslandi eða í útlöndum. Svo ekki sé talað um unga fólkið sem oftar en ekki gefur frábær ráð fyrir fólk sem vill ná langt í starfsframa og byggja sjálfið sitt upp. Hjónaviðtöl eru líka alltaf vinsæl. Ekki síst þegar sögurnar á bakvið reksturinn eða hugmyndina eru sagðar á skemmtilegan og mannlegan hátt. Atvinnulífið þakkar lesendum fyrir frábærar viðtökur á liðnu ári. Umsjónarmaður Atvinnulífsins á Vísi er Rakel Sveinsdóttir, rakelsv@syn.is.
Starfsframi Nýsköpun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira