Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 08:31 Aron Pálmarsson og Arnar Freyr Arnarsson voru skiljanlega glaðir eftir sigurinn sæta gegn Svartfellingum. VÍSIR/VILHELM Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Ungverjaland er efst í C-riðli með 4 stig og öruggt áfram í milliriðilinn í Köln. Ísland er með 3 stig, Serbía 1 og Svartfjallaland 0. Tvö efstu liðin fara áfram, og taka með sér úrslitin úr innbyrðis leik sínum. Þetta þýðir að ef að Serbía vinnur ekki Svartfjallaland í fyrri leik dagsins á morgun, í Ólympíuhöllinni í München, þá er Ísland komið áfram sama hvernig fer gegn Ungverjum síðar um kvöldið. Staðan í riðli Íslands á EM fyrir lokaumferðina á morgun. Serbía mætir þá Svartfjallalandi áður en Ísland og Unverjaland mætast.Vísir Hvort þessi hjálparhönd Svartfellinga býðst verður sem sagt ljóst þegar strákarnir okkar stíga á svið. Ungverjar eru búnir að tryggja sig áfram í milliriðilinn en þeir vilja samt vinna Ísland til að tryggja að þeir fari með tvö stig í farteskinu. Strákarnir okkar vilja sömuleiðis bara sigur og ef það tekst er niðurstaða liðsins í riðlinum fullkomin, því liðið fer þá með tvö stig í milliriðil og Serbía, eitt af liðunum sem Ísland berst við um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, væri úr leik. Jafntefli Íslands og Ungverjalands myndi þýða að bæði þessi lið færu upp úr C-riðlinum, með eitt stig hvort. Nánast engin von ef Serbar vinna og Ísland tapar Ef að Serbía vinnur hins vegar Svartfjallaland, og Ísland tapar gegn Ungverjalandi, enda Serbía og Ísland jöfn að stigum. Þá mun heildarmarkatala þeirra úr þessum jafna riðli ráða því hvort liðanna endar í 2. sæti og heldur áfram keppni. Því miður myndi þetta nær örugglega þýða að Serbía næði 2. sætinu, því eftir leikina í gær er Ísland með +1 í markatölu og Serbía -1. Í þessu tilviki væri eina von Íslands því að Serbía ynni bara eins marks sigur og að Ísland tapaði bara með einu marki, því að öðrum kosti væri Serbía komin með betri markatölu. Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira