Jólagjafir, tölvur og nóg af nærbuxum í töskunni Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 12:01 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu hafa mikinn tíma til að drepa á stórmótum, á milli þess sem þeir spila leiki sem öll þjóðin fylgist með. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu eru margir orðnir býsna vanir því að verja janúar á hóteli – á stórmóti. Helsta vopn þeirra til að drepa tímann með á vonandi löngu móti í Þýskalandi eru Ipadar og aðrar tölvur. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort eitthvað leyndist í ferðatöskunni sem gæti komið fólki á óvart að væri þar. „Ég tek mikið af græjum með mér. Ipad, tölvu og svo er ég með statíf til að setja á náttborðið svo ég geti hengt upp Ipadinn. Annars er þetta bara klassískt. Nóg af nærbuxum og handboltaskó, þá ertu í nokkuð góðum málum,“ sagði Bjarki Már Elísson léttur, á æfingu landsliðsins skömmu áður en mótið hófst. Svörin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Hvað leynist í ferðatöskunni á EM? „Maður er með fullt af jólagjöfum í töskunni sem maður þarf að taka með aftur til Frakklands. Annars ekkert rosalega óvenjulegt. Bara föt og jólafötin og svona,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, Donni, sem hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í leikjunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Hann er til taks og tekur fullan þátt í öllum æfingum, og hefur gert frá því að íslenska liðið hóf æfingar á Íslandi um jólin. Donni keypti sér tölvuleik fyrir mótið: „Ég er með tölvuna með mér til að vera á YouTube og spila tölvuleiki og svona. Það var nú ágætlega mikilvægt þegar við vorum í Covid-aðstæðunum að vera með eitthvað til að gera. Ég var að byrja að spila Baldursgate 3, og er rosa spenntur fyrir honum. Ég held ég muni eiga nægan tíma til að spila hann, svo ég ákvað að kaupa hann og sjá hvernig gengur,“ sagði Donni. Ómar Ingi Magnússon glotti bara þegar hann var spurður um hvort eitthvað óvenjulegt leyndist í ferðatöskunni. Svo er ekki. „Ég er ekki hjátrúarfullur eða neitt þannig, og ekki með neina rútínu eða slíkt. Ég er bara með það sem ég þarf til að spila handbolta,“ sagði Ómar. Er hann ekki einu sinni með spilastokk? „Nei, ekki einu sinni. Ég er bara með Ipadinn og símann. Þá er ég góður.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland á morgun klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31 „Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00 Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Ísland komið áfram áður en leikur hefst? Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni fyrir lokadaginn í C-riðli EM karla í handbolta á morgun. Örlögin eru í höndum Íslands sem með sigri á Ungverjum stæði uppi með fullkomna draumaniðurstöðu en ef allt fer á versta veg er liðið fallið úr keppni. 15. janúar 2024 08:31
„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. 15. janúar 2024 10:00
Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. 14. janúar 2024 22:31