Íslenskt menntakerfi - stórar áskoranir Hermundur Sigmundsson, Einar Gunnarsson og Svava Hjaltalín skrifa 15. janúar 2024 11:00 Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Svava Þ. Hjaltalín Hermundur Sigmundsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun