Niðurskurðarhnífnum beitt á sundlaugarnar í Reykjavík Helga Þórðardóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifa 15. janúar 2024 11:30 Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Sundlaugar Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun