Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 12:02 Snorri Steinn Guðjónsson nýtir stundum tímann í nokkur körfuboltaskot með handboltanum á meðan lærisveinar hans liðka sig til í upphafi æfingar. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. „Nei, alls ekki. Þetta er bara leikur sem ég vil vinna. Þegar ég vinn þennan leik þá bætir það ekkert upp fyrir það sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Snorri Steinn við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu í München í gær. Ísland tapaði gegn Ungverjum með sárum hætti á HM fyrir ári síðan en ætla má að Snorri vísi í enn sárara tap, í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London 2012, þar sem Snorri tók örlagaríkt vítakast í lok leiks. Ísland vann reyndar Ungverja á þeirra heimavelli á EM fyrir tveimur árum, en aðspurður hvort einhvers konar Ungverjagrýla væri orðin til svaraði Snorri hlæjandi: „Þú bjóst hana til,“ og bætti svo við: „Ég er ekki að hugsa um þetta sem einhverja Grýlu. Bara sem úrslitaleik. Það er á margan hátt forréttindastaða að vera í, að geta spilað hreinan úrslitaleik um að vinna riðilinn. Ef það gerist þá erum við komnir með tvö stig með okkur í milliriðil. Við þurfum frekar að horfa á þetta þannig en sem eitthvað vesen.“ Klippa: Snorri búinn undir úrslitaleik við Ungverja Ísland hefur spilað tvo æsispennandi leiki til þessa og gert jafntefli við Serbíu en unnið Svartfjallaland með einu marki. Meira þarf til gegn Ungverjum að mati Snorra: Þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Spila betur. Mér finnst þetta [Ungverjaland] vera besta liðið í riðlinum og við þurfum betri frammistöðu en í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum auðvitað oft spilað við þá og ég held að það viti allir hvað er að koma. Markahæsti maðurinn þeirra [Bence Bánhidi] er línumaður og það er ekki bara að hann skori mörk. Allt spil þeirra snýst fáránlega mikið um hann. Það er á hreinu að ég þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá, þannig að við þurfum bara að glíma við þetta. Ákveðnar stöður sem við þurfum við loka á en bjóða upp á aðrar. Mig langar að bjóða þeim upp á ákveðin skot utan af velli, og sjá hvort að Bjöggi og Viktor nái ekki að taka það. Ef það gengur eftir held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Snorri. Hann var í lokin spurður út í Hauk Þrastarson, sem ekkert hefur spilað á mótinu til þessa, en gaf lítið uppi: „Þið eruð ansi klókir þú og Einar Örn [Jónsson, hjá RÚV]. Hver veit nema að hann sé ekki í hóp [í dag]?“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Nei, alls ekki. Þetta er bara leikur sem ég vil vinna. Þegar ég vinn þennan leik þá bætir það ekkert upp fyrir það sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Snorri Steinn við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu í München í gær. Ísland tapaði gegn Ungverjum með sárum hætti á HM fyrir ári síðan en ætla má að Snorri vísi í enn sárara tap, í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London 2012, þar sem Snorri tók örlagaríkt vítakast í lok leiks. Ísland vann reyndar Ungverja á þeirra heimavelli á EM fyrir tveimur árum, en aðspurður hvort einhvers konar Ungverjagrýla væri orðin til svaraði Snorri hlæjandi: „Þú bjóst hana til,“ og bætti svo við: „Ég er ekki að hugsa um þetta sem einhverja Grýlu. Bara sem úrslitaleik. Það er á margan hátt forréttindastaða að vera í, að geta spilað hreinan úrslitaleik um að vinna riðilinn. Ef það gerist þá erum við komnir með tvö stig með okkur í milliriðil. Við þurfum frekar að horfa á þetta þannig en sem eitthvað vesen.“ Klippa: Snorri búinn undir úrslitaleik við Ungverja Ísland hefur spilað tvo æsispennandi leiki til þessa og gert jafntefli við Serbíu en unnið Svartfjallaland með einu marki. Meira þarf til gegn Ungverjum að mati Snorra: Þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Spila betur. Mér finnst þetta [Ungverjaland] vera besta liðið í riðlinum og við þurfum betri frammistöðu en í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum auðvitað oft spilað við þá og ég held að það viti allir hvað er að koma. Markahæsti maðurinn þeirra [Bence Bánhidi] er línumaður og það er ekki bara að hann skori mörk. Allt spil þeirra snýst fáránlega mikið um hann. Það er á hreinu að ég þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá, þannig að við þurfum bara að glíma við þetta. Ákveðnar stöður sem við þurfum við loka á en bjóða upp á aðrar. Mig langar að bjóða þeim upp á ákveðin skot utan af velli, og sjá hvort að Bjöggi og Viktor nái ekki að taka það. Ef það gengur eftir held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Snorri. Hann var í lokin spurður út í Hauk Þrastarson, sem ekkert hefur spilað á mótinu til þessa, en gaf lítið uppi: „Þið eruð ansi klókir þú og Einar Örn [Jónsson, hjá RÚV]. Hver veit nema að hann sé ekki í hóp [í dag]?“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30
Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01