Sonurinn með væntingar þjóðarinnar á herðunum Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 10:23 Í kveðjuhófinu. Gaupi, Snorri Steinn og fjölskylda. Nú er runnin upp ögurstund. Leikurinn við Ungverjaland í kvöld og þar ræðst hvernig fer í riðlinum og ef einhver fjölskylda er á tauginni, þá er það hún þessi. vísir/vilhelm Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, mesti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, mætti til Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþáttinn Einmitt og jós af brunnum visku sinnar. Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Sonur Gaupa, Snorri Steinn, er þjálfari handboltalandsliðsins er með væntingar þjóðarinnar í fanginu en á í kvöld fer fram leikur Íslands gegn Ungverjalandi á EM. Þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn, áður en Ísland hóf leik en Gaupi var með allt á hreinu þegar hann var beðinn um að spá í spilin. „Ungverjar eru alltaf meðal 8 efstu á öllum stórmótum, það vilja einhverjir vanmeta þá en þeir verða okkur erfiðir, Svartfellingar eru gríðarlega sterkir og Serbarnir besta Balkanþjóðin” segir Gaupi og bætir við að Serbarnir verði erfiðustu andstæðingar Íslendinga þessum fyrstu þremur leikjum. Gaupi metur það þannig að íslenska liðið sé á pari við þessi lið en allt getur gerst. Snorri Steinn í draumaliði föður síns Gaupi er nú í þessum orðum rituðum kominn út með fjölskyldu sína til að styðja sitt fólk. Einar bað Gaupa að stilla upp bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar og þá vísaði Gaupi í viðhafnarviðtal sem Vísir tók við hann þá er Gaupi lét af störfum hjá íþróttadeild Sýnar. Í draumaliði Gaupa var Snorri Steinn á miðjunni ásamt Gísla Þorgeir Kristjánssyni. Allir leikmenn í draumaliði Gaupa, fyrir utan Gísla Þorgeir, íþróttamann ársins, voru hættir að spila þegar það birtist. „Kollegar mínir erlendis hafa margoft sagt það við mig að þeim hafi fundist við Íslendingar vanmeta Snorra sem leikmann,“ sagði Gaupi við Einar. Lærisveinn Bogdan Kowalczyk „Það var erfitt fyrir mig að tjá mig um það en hann var mér fannst Snorri var einstakur handboltamaður. Hann var með betri mætingu á landsliðsæfingar í kringum 1986 heldur en Kristján Arason. Hann var þá fjögurra ára og hann kom með mér á allar æfingar. Ég man ég bara setti í nestiboxið og hafði með tvo djúsa og setti hann upp í palla og þar sat hann og drakk þetta allt í sig og það heyrðist ekki múkk.“ Gaupi var á þeim tíma aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk sem þá stýrði landsliði Íslands í handbolta. „Þarna uppi á bekknum drakk hann þetta allt í sig og hann varð hreinlega fúll út í mig ef hann fékk ekki að koma með mér á þessar æfingar.” Gaupi las sinn síðasta íþróttafréttatíma á Stöð 2 í maí í fyrra eftir tæplega þrjátíu áratuga starf. Rætt var við Gaupa í Íslandi í dag og farið yfir ferilinn.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira