Innherji

Hluta­bréfa­sjóðir með mikið undir í Al­vot­ech í að­draganda á­kvörðunar FDA

Hörður Ægisson skrifar
Fjárfestar bíða flestir í ofvæni eftir niðurstöðu úttektar FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech enda er ljóst er að hún mun ráða miklu um framhaldið fyrir verðmætasta félagið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 490 milljarða.
Fjárfestar bíða flestir í ofvæni eftir niðurstöðu úttektar FDA á framleiðsluaðstöðu Alvotech enda er ljóst er að hún mun ráða miklu um framhaldið fyrir verðmætasta félagið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 490 milljarða.

Mikill meirihluti hlutabréfasjóða landsins, sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af almenningi, er með hlutabréfaeign í Alvotech sem annaðhvort sína stærstu eða næstu stærstu eign núna þegar örfáar vikur eru í að niðurstaða fæst um hvort félagið fái samþykkt markaðsleyfi fyrir sitt helsta lyf í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð líftæknilyfjafyrirtækisins hefur rokið upp á síðustu vikum, meðal annars byggt á væntingum um að Alvotech muni loksins fá grænt ljóst frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Lyfj­ar­is­ar kepp­ast um að kaup­a líf­tækn­i­fyr­ir­tæk­i

Stærstu lyfjafyrirtæki í heimi keppast um að kaupa líftæknifyrirtæki til að efla framleiðslu sína. Stjórnendur lyfjaframleiðenda vilja hafa hraða hendur því einkaréttur á allt að 170 lyfjum mun falla úr gildi við upphaf næsta áratugar sem standa undir næstum 400 milljarða Bandaríkjadala í tekjum fyrir stærstu fyrirtækin.

Til­boð JBT kom hluta­bréfa­markaðnum á flug

Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.

Sjóðstjórar í ólgu­sjó þegar þeim var reitt þungt högg við verð­hrun Al­vot­ech

Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö  viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×