Sérsveitinni hent út úr vagninum fyrir of góða stemningu Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 16:09 Sérsveitin er vel skipuð og gæti gert gæfumuninn í kvöld þegar Ísland og Ungverjaland mætast í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á EM í handbolta. Hér er hópurinn í München í dag með Sonju fremsta í flokki. VÍSIR/VILHELM Stemningin hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta, sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum við Ungverjaland á EM í kvöld, var hreinlega of mikil fyrir þýskan sporvagnsstjóra. „Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
„Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06
Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38
Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02