„Núna sýnum við karakterinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 21:41 Björgvin Páll Gústavsson reynir að verja skot frá Ungverjum í kvöld. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. Hvernig leið Björgvini eftir þennan leik í kvöld. „Hræðilega, bæði hvernig þetta endaði og hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Þegar leið á seinni hálfleikinn var eins og ekkert gengi upp hjá íslenska liðinu. „Það kom upp ákveðið vonleysi og ef ég greini það beint eftir leik þá var eins og viljum þetta aðeins of mikið. Við erum vel peppaðir í leikinn og að berjast fyrir land og þjóð. Við erum að þessu fyrir okkur sjálfa og fyrir liðið. Þegar fór að ganga illa, þá urðum við stífir og niðurlútir yfir því að það væri að ganga illa. Það er hræðilegt. Ekki vantar gæðin við vitum það en það vantar aðeins að við getum sýnt það út í svona leik,“ sagði Björgvin. „Mitt hlutverk í þessu liði er að koma inn á og gera gagn. Mér tókst það ekki í dag og ég er pirraður út í sjálfan mig að gera það ekki. Þetta var að klikka hjá okkur á öllum sviðum leiksins, sóknarlega, varnarlega og í markvörslunni. Það er það sorglega við þetta að það skuli ekkert ganga í svona leik,“ sagði Björgvin. Hvernig takast strákarnir í liðinu á við svona stöðu? Næsti leikur er bara eftir tvo daga. „Við förum með slatta af óbragði í munninum inn í milliriðilinn og hvernig við svörum þessu þurfum við bara að sýna inn á vellinum. Við þurfum að koma með einhver svör og þetta verður erfitt,“ sagði Björgvin. „Núna sýnum við karakterinn. Það er enginn karakter að koma til baka á móti Serbíu þar sem þeir gera einhver mistök. Það er karakter að stíga upp úr svona stöðu og snúa henni sér í hag. Við erum að fara í fjóra erfiða leiki á móti heimsklassa liðum og draumurinn okkar lifir enn þá eins skringilega og það hljómar akkúrat núna sem er að komast á Ólympíuleikana næsta sumar. Við höfum trú á því til síðasta dags,“ sagði Björgvin. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál eftir Ungverjaleik EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Hvernig leið Björgvini eftir þennan leik í kvöld. „Hræðilega, bæði hvernig þetta endaði og hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Þegar leið á seinni hálfleikinn var eins og ekkert gengi upp hjá íslenska liðinu. „Það kom upp ákveðið vonleysi og ef ég greini það beint eftir leik þá var eins og viljum þetta aðeins of mikið. Við erum vel peppaðir í leikinn og að berjast fyrir land og þjóð. Við erum að þessu fyrir okkur sjálfa og fyrir liðið. Þegar fór að ganga illa, þá urðum við stífir og niðurlútir yfir því að það væri að ganga illa. Það er hræðilegt. Ekki vantar gæðin við vitum það en það vantar aðeins að við getum sýnt það út í svona leik,“ sagði Björgvin. „Mitt hlutverk í þessu liði er að koma inn á og gera gagn. Mér tókst það ekki í dag og ég er pirraður út í sjálfan mig að gera það ekki. Þetta var að klikka hjá okkur á öllum sviðum leiksins, sóknarlega, varnarlega og í markvörslunni. Það er það sorglega við þetta að það skuli ekkert ganga í svona leik,“ sagði Björgvin. Hvernig takast strákarnir í liðinu á við svona stöðu? Næsti leikur er bara eftir tvo daga. „Við förum með slatta af óbragði í munninum inn í milliriðilinn og hvernig við svörum þessu þurfum við bara að sýna inn á vellinum. Við þurfum að koma með einhver svör og þetta verður erfitt,“ sagði Björgvin. „Núna sýnum við karakterinn. Það er enginn karakter að koma til baka á móti Serbíu þar sem þeir gera einhver mistök. Það er karakter að stíga upp úr svona stöðu og snúa henni sér í hag. Við erum að fara í fjóra erfiða leiki á móti heimsklassa liðum og draumurinn okkar lifir enn þá eins skringilega og það hljómar akkúrat núna sem er að komast á Ólympíuleikana næsta sumar. Við höfum trú á því til síðasta dags,“ sagði Björgvin. Klippa: Viðtal við Björgvin Pál eftir Ungverjaleik
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira