Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2024 08:01 Leikmenn landsliðsins ósáttir eftir leikinn í gær. Vísir/vilhelm „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira