„Held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 07:30 Máté Lékai í hrömmum Elliða Snæs Viðarssonar í leiknum í gærkvöld. EPA-EFE/Anna Szilagyi Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill. Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46