„Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2024 12:01 Logi Geirsson var í stóru hlutverki í íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008. getty/Vladimir Rys Íslenska landsliðið vantar leikmann eins og Loga Geirsson, sem lætur vaða á markið utan af velli. Þetta er mat álitsgjafa Besta sætisins, hlaðvarps íþróttadeildar Sýnar. Stefán Árni Pálsson fór yfir leik Íslands og Ungverjalands með Frömmurunum Einari Jónssyni og Rúnari Kárasyni í Besta sætinu. Íslendingar náðu sér ekki á strik í leiknum í gær og töpuðu honum með átta marka mun, 25-33. Einari finnst leikmennirnir í útilínu íslenska liðsins of líkir og blandan þar þurfi að vera betri. „Eitt besta sóknarlið sem við höfum átt, eða það var allavega gaman að horfa á það, þar var Snorri [Steinn Guðjónsson] á miðjunni, ógeðslega klókur, Óli Stef hægra megin, kannski besti handboltamaður í heimi, og svo Logi vinstra megin,“ sagði Einar. „Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli. En við komum í þær stöður sem honum leið vel í. Eða ég veit ekki hvort honum leið vel, hann tók það bara.“ Rúnar vill sjá Aron Pálmarsson vera duglegri að negla utan af velli, eins og Logi gerði á sínum tíma. „Ég vil sjá Aron miklu meira kjarna sinn innri Loga,“ sagði Rúnar og Einar tók undir með honum. „Ég er fullkomlega sammála. Mér finnst að Aron eigi að vera í þessu hlutverki, þessu bombuhlutverki.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór yfir leik Íslands og Ungverjalands með Frömmurunum Einari Jónssyni og Rúnari Kárasyni í Besta sætinu. Íslendingar náðu sér ekki á strik í leiknum í gær og töpuðu honum með átta marka mun, 25-33. Einari finnst leikmennirnir í útilínu íslenska liðsins of líkir og blandan þar þurfi að vera betri. „Eitt besta sóknarlið sem við höfum átt, eða það var allavega gaman að horfa á það, þar var Snorri [Steinn Guðjónsson] á miðjunni, ógeðslega klókur, Óli Stef hægra megin, kannski besti handboltamaður í heimi, og svo Logi vinstra megin,“ sagði Einar. „Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli. En við komum í þær stöður sem honum leið vel í. Eða ég veit ekki hvort honum leið vel, hann tók það bara.“ Rúnar vill sjá Aron Pálmarsson vera duglegri að negla utan af velli, eins og Logi gerði á sínum tíma. „Ég vil sjá Aron miklu meira kjarna sinn innri Loga,“ sagði Rúnar og Einar tók undir með honum. „Ég er fullkomlega sammála. Mér finnst að Aron eigi að vera í þessu hlutverki, þessu bombuhlutverki.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01
Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01