„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 08:02 Aron Pálmarsson steig mörg fyrstu skref sín á stórglæsilegum atvinnumannsferli undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar. Þeir hittast í Köln í kvöld. Getty/Sascha Steinbach „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira