Á morgun segir sá lati Tómas A. Tómasson skrifar 18. janúar 2024 07:30 Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun