„Þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 14:31 Aron Pálmarsson þakkar íslensku stuðningsmönnunum í München fyrir stuðninginn. Þeir gerðu sitt besta til að hvetja liðið til dáða. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn. Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira
Íslenska landsliðið býr sig nú undir afar erfiðan leik við Þjóðverja á þeirra heimavelli í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld. Þangað kom íslenski hópurinn rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München. Strákarnir okkar hafa valdið mörgum vonbrigðum hingað til á EM og geta þakkað Svartfellingum fyrir að vera enn með á mótinu. Versta frammistaðan var í fyrrakvöld, gegn Ungverjum. „Þetta var erfitt [í fyrrakvöld] auðvitað. Ég vaknaði pínu pirraður [í gærmorgun], en svo hefur þú ekkert tíma í að fara eitthvað dýpra í það. Þú gerir það bara eftir mót,“ sagði Aron á hóteli landsliðsins í gærkvöld. Klippa: Aron lætur bölsýni annarra ekki trufla sig „Við fórum yfir þetta [tapið gegn Ungverjum] á hótelinu sem lið, og svo aðeins hver í sínu horni, til að kafa og finna lausnir. En svo er enginn tími til að staldra við þetta. Þú mátt hvorki fara of hátt eftir sigurleiki, eða of langt niður þegar þú spilar illa. Núna er bara full einbeiting á Þjóðverja,“ sagði Aron sem hittir sinn gamla læriföður Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í kvöld og reiknar með gríðarlegri stemningu í höllinni. Aðspurður hvort Aron hafi orðið var við þá miklu svartsýni sem var á samfélagsmiðlum eftir síðasta leik, og hvort leikmenn nái að leiða hana hjá sér, svaraði fyrirliðinn margreyndi: „Ég vona það. Ég er ekki mikið á þessu en auðvitað sér maður fréttir, eðlilega, og það er ekkert sem að kemur manni á óvart þar. Ef að þið haldið að þið blaðamenn séuð neikvæðir þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi eftir svona leik. Þetta er ekki eitthvað sem ætti að slá okkur eitthvað út af laginu.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00