EM í dag: Goðsögnin og túlkurinn Alfreð Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 11:00 Alfreð Gíslason sat fyrir svörum á fundi með miklum fjölda blaðamanna í Köln í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson eru líkt og íslenska landsliðið mættir í snjókomuna í Köln eftir langa lestarferð frá München í gær. Fram undan er risaleikur við Þjóðverja í kvöld. Nýjasti þáttur EM í dag var tekinn upp í hinni stórglæsilegu Lanxess Arena í Köln, þar sem leikurinn í kvöld fer fram. Óhætt er að segja að höllin sé glæsilegt mannvirki en þarna mætast til að mynda bestu handboltamenn heims ár hvert um úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Aðdragandi leiksins í kvöld hefur að stóru leyti snúist um goðsögnina Alfreð Gíslason sem að sjálfsögðu stýrir nú Þýskalandi. Alfreð gaf sér góðan tíma til að veita íslenskum fjölmiðlamönnum sérviðtöl í gær og segist ætla að syngja báða þjóðsöngva í kvöld. Aðstæðurnar í kvöld, þar sem búast má við miklum látum frá 20 þúsund Þjóðverjum gegn íslensku liði sem fékk slæman skell í síðasta leik, gætu að mati Sindra og Henrys hentað strákunum okkar afar vel. Væntingar fyrir kvöldið eru þó vissulega í lágmarki. Nýjasta þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - sjöundi þáttur Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. 18. janúar 2024 10:00 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
Nýjasti þáttur EM í dag var tekinn upp í hinni stórglæsilegu Lanxess Arena í Köln, þar sem leikurinn í kvöld fer fram. Óhætt er að segja að höllin sé glæsilegt mannvirki en þarna mætast til að mynda bestu handboltamenn heims ár hvert um úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. Aðdragandi leiksins í kvöld hefur að stóru leyti snúist um goðsögnina Alfreð Gíslason sem að sjálfsögðu stýrir nú Þýskalandi. Alfreð gaf sér góðan tíma til að veita íslenskum fjölmiðlamönnum sérviðtöl í gær og segist ætla að syngja báða þjóðsöngva í kvöld. Aðstæðurnar í kvöld, þar sem búast má við miklum látum frá 20 þúsund Þjóðverjum gegn íslensku liði sem fékk slæman skell í síðasta leik, gætu að mati Sindra og Henrys hentað strákunum okkar afar vel. Væntingar fyrir kvöldið eru þó vissulega í lágmarki. Nýjasta þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - sjöundi þáttur Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. 18. janúar 2024 10:00 „Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00 Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. 18. janúar 2024 10:00
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. 18. janúar 2024 09:00
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02