Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2024 21:32 Snorri Steinn þungt hugsi. Vísir/Vilhelm „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira