Kæru þunglyndis- og kvíðasjúklingar, það er kominn tími til að LIFA! Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:00 Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun