„Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 13:20 Færsla Bjarna Benediktssonar hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir/Sigurjón Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. Í færslunni sem utanríkisráðherra birti á Facebook síðu sinni í gær, segir Bjarni það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þeim helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Það sé „hörmung að sjá tjaldbúðirnar við Austurvöll.“ Þá segir hann Alþingi ítrekað hafa brugðist með því að hafna tillögum dómsmálaráðherra um hertari reglur í málaflokknum og boðar aukið eftirlit á landamærum. Alma Mjöll Ólafsdóttir, blaðamaður á Heimildinni, telur óábyrgt að setja Palestínumenn, sem stundi friðsamleg mótmæli, í sama samhengi og alþjóðlega brotastarfsemi. Það ali á fordómum sem nú þegar grasseri í garð Palestínumanna. „Fólks sem eins og ég og þú sjá á símanum sínum myndskeið af dánum og sundursprengdum börnum. Munurinn á milli okkar og þeirra er að í hvert skipti sem að slíkar myndir eða myndbönd birtast gæti verið UM BÖRNIN ÞEIRRA að ræða eða börn ættingja þeirra, systkina og svo framvegis,“ skrifar Alma. Aðgerðarsinninn og stjórnmála- og evrópufræðingurinn Sema Erla Serdaroglu beinir orðum sínum til Bjarna. Hún segir það eina sem sé dapurlegt sé „ógeðfelldur og rasískur málflutningur“ hans og „algjört sinnuleysi“ sem hann beri ábyrgð á. „Það er vissulega hörmulegt að fólk þurfi að sofa úti vikum saman, meðal annars í gulri viðvörun, í baráttu sinni fyrir því að koma fjölskyldum sínum undan þjóðernishreinsunum vegna aðgerðaleysis þíns, flokks þíns og ríkisstjórnar þinnar.“ Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, segir ummæli Bjarna „aumlega tilraun til að gefa rasistafylginu á hægri vængnum undir fótinn.“ Eru engin skárri ráð til að reyna að halda að halda í fylgið? Skammarlegt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, deilir færslu Bjarna og segir um að ræða mjög áhugaverðan pistil. Margt sé til í orðum Bjarna að hans mati, nema athugasemdin um að þingið hafi brugðist. „Ríkisstjórnin hefur brugðist. Á þingi er einn flokkur sem hefur sleitulaust reynt að koma ríkisstjórninni á réttan kjöl í málinu,“ skrifar Sigmundur, sem telur skrifin geta þýtt annarsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að breyta um stefnu og framkvæmd, eða að það séu kosningar í vændum. Brynhildur Bolladóttir, fyrrum upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segist alls ekki mæla með lestri þessa „ömurlega, ógeðslega, ómannúðlega drasls“ sem utanríkisráðherra skrifar. „Að hugsa sér að það sé hægt að agnúast svona út í fána. Þau eru að reyna að bjarga fjölskyldum sínum. Það er ekkert farið úr neinum böndum nema stríð Ísrael gegn Palestínu.“ Ég er grátandi af því mér finnst þetta svo ógeðslegt og ómanneskjulegt. Sagan mun dæma þennan heigul. Þá er leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson einn af þeim sem leggur orð í belg. Hann segist ætla að trúa því að lang flestir sjái í gegnum skrif Bjarna. „Bjarni Benediktsson með ógeðfellt örþrifaráð að hætti öfga hægri flokka sem alls staðar virðast vera að skríða úr holum sínum. Ég ætla að trúa því að þetta sé ekki áttin sem við stefnum í sem samfélag,“ skrifar Kolbeinn. Fjarlægði alla sem líkuðu við færsluna Bragi Páll Sigurðarson, rithöfundur, skrifar langan pistil á Facebook síðu sína um málið. Hann greinir frá því að hann hafi fjarlægt alla af vinalista sínum sem hafa „líkað við“ færslu Bjarna. „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma. En af hverju tekur hann ofan grímuna akkúrat núna? Gæti það tengst sögulegri lægð í stuðning við ríkisstjórnina? Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins skrifast að miklu leiti á stanslaus sprenghlægileg afglöp Bjarna í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ skrifar Bragi. Þá tekur Bragi fram að mótmælendur séu ekki þarna af gamni sínu eða vegna þess að þeir hafi ekki í önnur hús að vernda heldur sé þetta táknrænn gjörningur. „ Hvað myndir þú gera ef ástvinir þínir væru fastir í fangelsi þar sem verið væri að fremja á þeim þjóðarmorð. Myndir þú sitja heima og vona það besta? Eða gera allt sem þú gætir? Tjalda vikum sama í nístingskulda? Fara ítrekað í viðtöl og afhjúpa þinn helgasta sársauka, aftur og aftur og aftur? Ég veit allavega hvað ég myndi gera. Og ég er endalaust þakklátur fyrir að líf fjölskyldu minnar sé ekki undir Bjarna Benediktssyni komið.“ Sjálfstæðismenn taka undir með formanninum Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, er einn af þeim sem deilir færslunni. Hann segir þá alvarlegu stöðu sem upp sé komin í hælisleitendamálum hér á landi ekki geta viðgengist lengur. Ásmundur Friðriksson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir Einar Þorsteinsson, nýjan borgarstjóra Reykjavíkur og segir það „dapurleg skilaboð“ að lengja lengja heimild mótmælenda fyrir tjaldbúðunum. Með færslunni segi Bjarni „allan sannleikann og boðar breytta tíma í málefnum hælisleitenda.“ Þórður Þórarinnsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, deilir einnig færslu Bjarna og segist hafa gengið framhjá „ömurleikanum á Austurvelli“ í fyrsta skipti í gær. „Mér var brugðið, enda ruslið og draslið enn verra en mér hafði dottið í hug. Þegar ég horfði frá alþingishúsinu að styttu Jóns Sigurðssonar blasti við fánaborg erlends fána. Vanvirðingin sem Alþingi er þarna sýnd er þannig að hún dæmir sig auðvitað sjálf og er málstaðnum ekki til framdráttar. Ótrúlegt að Einar Þorsteinsson skuli hafa samþykkt að leyfa þennan ósóma áfram. Þetta á ekkert skylt við friðsöm mótmæli.“ Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson er ánægður með að einhver af ráðamönnum þjóðarinnar skuli loksins tjá sig. Þetta er ólíðandi með öllu og alþingismenn eiga að vera búnir að stoppa þetta strax í fæðingu. Nokkur umræða skapaðist undir athugasemd Kristjáns þar sem þónokkrir hótuðu að hætta viðskiptum við hann vegna ummælanna. Hér fyrir neðan má sjá færslu Bjarna og ummælin við hana. Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Í færslunni sem utanríkisráðherra birti á Facebook síðu sinni í gær, segir Bjarni það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þeim helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Það sé „hörmung að sjá tjaldbúðirnar við Austurvöll.“ Þá segir hann Alþingi ítrekað hafa brugðist með því að hafna tillögum dómsmálaráðherra um hertari reglur í málaflokknum og boðar aukið eftirlit á landamærum. Alma Mjöll Ólafsdóttir, blaðamaður á Heimildinni, telur óábyrgt að setja Palestínumenn, sem stundi friðsamleg mótmæli, í sama samhengi og alþjóðlega brotastarfsemi. Það ali á fordómum sem nú þegar grasseri í garð Palestínumanna. „Fólks sem eins og ég og þú sjá á símanum sínum myndskeið af dánum og sundursprengdum börnum. Munurinn á milli okkar og þeirra er að í hvert skipti sem að slíkar myndir eða myndbönd birtast gæti verið UM BÖRNIN ÞEIRRA að ræða eða börn ættingja þeirra, systkina og svo framvegis,“ skrifar Alma. Aðgerðarsinninn og stjórnmála- og evrópufræðingurinn Sema Erla Serdaroglu beinir orðum sínum til Bjarna. Hún segir það eina sem sé dapurlegt sé „ógeðfelldur og rasískur málflutningur“ hans og „algjört sinnuleysi“ sem hann beri ábyrgð á. „Það er vissulega hörmulegt að fólk þurfi að sofa úti vikum saman, meðal annars í gulri viðvörun, í baráttu sinni fyrir því að koma fjölskyldum sínum undan þjóðernishreinsunum vegna aðgerðaleysis þíns, flokks þíns og ríkisstjórnar þinnar.“ Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, segir ummæli Bjarna „aumlega tilraun til að gefa rasistafylginu á hægri vængnum undir fótinn.“ Eru engin skárri ráð til að reyna að halda að halda í fylgið? Skammarlegt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, deilir færslu Bjarna og segir um að ræða mjög áhugaverðan pistil. Margt sé til í orðum Bjarna að hans mati, nema athugasemdin um að þingið hafi brugðist. „Ríkisstjórnin hefur brugðist. Á þingi er einn flokkur sem hefur sleitulaust reynt að koma ríkisstjórninni á réttan kjöl í málinu,“ skrifar Sigmundur, sem telur skrifin geta þýtt annarsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að breyta um stefnu og framkvæmd, eða að það séu kosningar í vændum. Brynhildur Bolladóttir, fyrrum upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segist alls ekki mæla með lestri þessa „ömurlega, ógeðslega, ómannúðlega drasls“ sem utanríkisráðherra skrifar. „Að hugsa sér að það sé hægt að agnúast svona út í fána. Þau eru að reyna að bjarga fjölskyldum sínum. Það er ekkert farið úr neinum böndum nema stríð Ísrael gegn Palestínu.“ Ég er grátandi af því mér finnst þetta svo ógeðslegt og ómanneskjulegt. Sagan mun dæma þennan heigul. Þá er leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson einn af þeim sem leggur orð í belg. Hann segist ætla að trúa því að lang flestir sjái í gegnum skrif Bjarna. „Bjarni Benediktsson með ógeðfellt örþrifaráð að hætti öfga hægri flokka sem alls staðar virðast vera að skríða úr holum sínum. Ég ætla að trúa því að þetta sé ekki áttin sem við stefnum í sem samfélag,“ skrifar Kolbeinn. Fjarlægði alla sem líkuðu við færsluna Bragi Páll Sigurðarson, rithöfundur, skrifar langan pistil á Facebook síðu sína um málið. Hann greinir frá því að hann hafi fjarlægt alla af vinalista sínum sem hafa „líkað við“ færslu Bjarna. „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma. En af hverju tekur hann ofan grímuna akkúrat núna? Gæti það tengst sögulegri lægð í stuðning við ríkisstjórnina? Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins skrifast að miklu leiti á stanslaus sprenghlægileg afglöp Bjarna í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ skrifar Bragi. Þá tekur Bragi fram að mótmælendur séu ekki þarna af gamni sínu eða vegna þess að þeir hafi ekki í önnur hús að vernda heldur sé þetta táknrænn gjörningur. „ Hvað myndir þú gera ef ástvinir þínir væru fastir í fangelsi þar sem verið væri að fremja á þeim þjóðarmorð. Myndir þú sitja heima og vona það besta? Eða gera allt sem þú gætir? Tjalda vikum sama í nístingskulda? Fara ítrekað í viðtöl og afhjúpa þinn helgasta sársauka, aftur og aftur og aftur? Ég veit allavega hvað ég myndi gera. Og ég er endalaust þakklátur fyrir að líf fjölskyldu minnar sé ekki undir Bjarna Benediktssyni komið.“ Sjálfstæðismenn taka undir með formanninum Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, er einn af þeim sem deilir færslunni. Hann segir þá alvarlegu stöðu sem upp sé komin í hælisleitendamálum hér á landi ekki geta viðgengist lengur. Ásmundur Friðriksson, annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir Einar Þorsteinsson, nýjan borgarstjóra Reykjavíkur og segir það „dapurleg skilaboð“ að lengja lengja heimild mótmælenda fyrir tjaldbúðunum. Með færslunni segi Bjarni „allan sannleikann og boðar breytta tíma í málefnum hælisleitenda.“ Þórður Þórarinnsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, deilir einnig færslu Bjarna og segist hafa gengið framhjá „ömurleikanum á Austurvelli“ í fyrsta skipti í gær. „Mér var brugðið, enda ruslið og draslið enn verra en mér hafði dottið í hug. Þegar ég horfði frá alþingishúsinu að styttu Jóns Sigurðssonar blasti við fánaborg erlends fána. Vanvirðingin sem Alþingi er þarna sýnd er þannig að hún dæmir sig auðvitað sjálf og er málstaðnum ekki til framdráttar. Ótrúlegt að Einar Þorsteinsson skuli hafa samþykkt að leyfa þennan ósóma áfram. Þetta á ekkert skylt við friðsöm mótmæli.“ Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson er ánægður með að einhver af ráðamönnum þjóðarinnar skuli loksins tjá sig. Þetta er ólíðandi með öllu og alþingismenn eiga að vera búnir að stoppa þetta strax í fæðingu. Nokkur umræða skapaðist undir athugasemd Kristjáns þar sem þónokkrir hótuðu að hætta viðskiptum við hann vegna ummælanna. Hér fyrir neðan má sjá færslu Bjarna og ummælin við hana.
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira