Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 06:55 Rúmlega 7,5 milljónir manna eru talin hafa þruft að flýja heimili sín vegna átakanna í Súdan. EPA/KHALED ELFIQI Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. Í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, segir að meðlimir RSF og meðlimir sveita sem berjast með þeim, hafi drepið tíu til fimmtán þúsund manns í borginni El Geneina. Þetta er sagt hafa gerst á milli apríl og júní í fyrra og beindust ódæðin gegn fólki sem tilheyrir Masalit-ættbálknum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja um mögulega stríðsglæpi að ræða eða glæpi gegn mannkyninu. Flestir íbúar El Geneina tilheyrðu Masalit-ættbálknum en þeir sem ekki voru drepnir eru sagðir hafa flúið í massavís. Árásirnar á þetta fólk eru sagðar hafa verið skipulagðar af RSF og framkvæmdar af meðlimum hópsins og sveita Araba sem berjast með þeim. Ungir menn teknir af lífi Í skýrslunni segir að þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir menn voru sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Fólk sagði rannsakendum að mörg lík hefðu legið í vegarkantinum á leiðinni frá El Geneina og þar á meðal hefðu verið lík kvenna og barna. RSF sneri vörn í sókn Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Talið er að nærri því helmingur 49 milljóna íbúa Súdan þurfi aðstoð og að rúmlega 7,5 milljónir hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Það gerir krísuna í Súdan að þeirri umfangsmestu í heiminum, sé litið til fjölda fólks á vergangi. Sagðir fá aðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum Í skýrslu öryggisráðsins segir að trúverðugar ásakanir um að Sameinuðu arabísku furstadæmin sendi RSF hernaðaraðstoð nokkrum sinnum í viku hafi litið dagsins ljós. Sendingarnar eru sagðar fara í gegnum borgina Amdjarass í norðanverðu Tjad. Sameinuðu þjóðirnar segja um hálfa milljón manna hafa flúið til Tjad vegna ofbeldisins í Súdan en yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmunum segjast hafa sent 122 flugvélar af mannúðarhjálp til Amdjarass, ekki hernaðaraðstoð. Í skýrslunni segir að leiðtogum RSF hafi tekist að snúa við taflinu í fyrra með umfangsmiklu gullsmygli til Egyptalands. Gullið er notað til að fjármagna mútur til annarra vígahópa, laun og vopankaup, sem smyglað er inn í landið í gegnum Tjad, Líbíu og Suður-Súdan. Súdan Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Tjad Tengdar fréttir Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01 Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11. september 2023 09:18 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1. júní 2023 08:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, segir að meðlimir RSF og meðlimir sveita sem berjast með þeim, hafi drepið tíu til fimmtán þúsund manns í borginni El Geneina. Þetta er sagt hafa gerst á milli apríl og júní í fyrra og beindust ódæðin gegn fólki sem tilheyrir Masalit-ættbálknum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja um mögulega stríðsglæpi að ræða eða glæpi gegn mannkyninu. Flestir íbúar El Geneina tilheyrðu Masalit-ættbálknum en þeir sem ekki voru drepnir eru sagðir hafa flúið í massavís. Árásirnar á þetta fólk eru sagðar hafa verið skipulagðar af RSF og framkvæmdar af meðlimum hópsins og sveita Araba sem berjast með þeim. Ungir menn teknir af lífi Í skýrslunni segir að þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir menn voru sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Fólk sagði rannsakendum að mörg lík hefðu legið í vegarkantinum á leiðinni frá El Geneina og þar á meðal hefðu verið lík kvenna og barna. RSF sneri vörn í sókn Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Talið er að nærri því helmingur 49 milljóna íbúa Súdan þurfi aðstoð og að rúmlega 7,5 milljónir hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Það gerir krísuna í Súdan að þeirri umfangsmestu í heiminum, sé litið til fjölda fólks á vergangi. Sagðir fá aðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum Í skýrslu öryggisráðsins segir að trúverðugar ásakanir um að Sameinuðu arabísku furstadæmin sendi RSF hernaðaraðstoð nokkrum sinnum í viku hafi litið dagsins ljós. Sendingarnar eru sagðar fara í gegnum borgina Amdjarass í norðanverðu Tjad. Sameinuðu þjóðirnar segja um hálfa milljón manna hafa flúið til Tjad vegna ofbeldisins í Súdan en yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmunum segjast hafa sent 122 flugvélar af mannúðarhjálp til Amdjarass, ekki hernaðaraðstoð. Í skýrslunni segir að leiðtogum RSF hafi tekist að snúa við taflinu í fyrra með umfangsmiklu gullsmygli til Egyptalands. Gullið er notað til að fjármagna mútur til annarra vígahópa, laun og vopankaup, sem smyglað er inn í landið í gegnum Tjad, Líbíu og Suður-Súdan.
Súdan Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Tjad Tengdar fréttir Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01 Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11. september 2023 09:18 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1. júní 2023 08:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01
Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11. september 2023 09:18
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19
Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1. júní 2023 08:41