„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 18:47 Arndís gagnrýnir utanríkisráðherra harðlega, fyrir færslu sem hann birti á Facebook í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent