Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Aron Pálmarsson er staðráðinn í að sækja sigur gegn Króatíu í dag. VÍSIR/VILHELM „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti