„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig vel á EM en vill meiri árangur. VÍSIR/VILHELM Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira