Gætum þurft að bíða „töluvert lengur“ eftir fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lýsti því yfir snemma í desembermánuði að hann væri ánægður með tóninn í viðræðum aðila á vinnumarkaði. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar bankans er 7. febrúar næstkomandi.](https://www.visir.is/i/3C2F30481BFEB244A50D175DAC7A6D926B806F74D0742DAC97D77980C11F04A0_713x0.jpg)
Aukin óvissa um niðurstöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hætta á þensluhvetjandi áhrifum vegna aðgerða stjórnvalda til að koma til móts við Grindvíkinga veldur því að talsverð bið gæti verið í að peningastefnunefnd Seðlabankans byrjar að lækka vexti, að mati skuldabréfamiðlara. Málefni Grindavíkur munu að líkindum vera í forgangi hjá ríkisstjórninni fremur en myndarleg aðkoma þeirra að kjarasamningum eins og verkalýðshreyfingin hefur gert kröfu um.