„Mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 12:02 Elvar Örn Jónsson í loftinu í leiknum við Frakka á EM. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, býr sig undir hörkuleik gegn Króötum í dag. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti í handbolta en nú þarf að verða breyting á. Króatía og Ísland eru einu liðin í milliriðli 1 sem ekki hafa unnið sigur, en Elvar segir Króata illviðráðanlega: „Þetta eru Króatar. Hrikalega góðir í handbolta og hafa sýnt það á mótinu hvað þeir eru góðir. En við þurfum meira að hugsa um okkur. Við erum mættir í stríð og þurfum að vera tilbúnir,“ segir Elvar og vill sjá betri frammistöðu íslenska liðsins í dag en á mótinu til þessa. Ísland á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, með árangri sínum á EM, en til þess þarf liðið að vinna í dag og gegn Austurríki á miðvikudaginn. Vonin lifir eftir að Austurríki glutraði niður forskoti sínu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld: „Maður horfði eitthvað á leikinn og auðvitað gefur þetta okkur einhvern séns, en við þurfum að skila okkar núna og allur fókusinn er bara á okkur. Maður var stressaður í lokin en sem betur fer kom þarna heppni fyrir okkur og Þjóðverja,“ segir Elvar. Klippa: Elvar um leikinn við Króata Ísland spilaði tvo vináttulandsleiki við Austurríki fyrir mót, og vann þá báða, en Austurríkismenn hafa svo komið liða mest á óvart á EM: „Mér finnst þeir líta hrikalega vel út. Markvörðurinn var frábær hjá þeim gegn Þjóðverjum, og maður sér hversu gott lið þetta er. Allir að spila fyrir hvern annan og þeir hafa verið hrikalega flottir á þessu móti,“ segir Elvar en er hægt að læra eitthvað af því sem Austurríki hefur gert á mótinu? „Já, kannski getum við lært eitthvað af því. En ég hef fulla trú á okkur og veit hvað við getum. Við þurfum bara að ná því fram [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00 Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00 Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31 Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30 Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. 22. janúar 2024 10:00
Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi. 22. janúar 2024 09:00
Þú trúir því ekki en markmið Snorra lifir Hvað ef ég segði þér að það væri enn möguleiki á því að Ísland spilaði um 5. sæti á Evrópumótinu í handbolta? Eða að markmiðið um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar sé enn vel raunhæft? Hvorugt er að minnsta kosti lygi. 22. janúar 2024 08:31
Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. 22. janúar 2024 07:30
Þeirra fjármunir eru ekki ástæða þess að við höfum ekki verið nógu góðir Snorri Steinn Guðjónsson segist læra eitthvað á hverjum degi á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari í handbolta. Hann hafi þó engan tíma til annars en að huga strax að leiknum við Króata á morgun, eftir að hafa gert upp tapið gegn Frökkum á „þungum“ liðsfundi í dag. 21. janúar 2024 22:16