Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 14:47 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira