Bjarni hellir sér yfir Semu Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2024 15:50 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir ummæli Semu um hans eigin ummæli sýna fram á skautun umræðunnar um útlendingamálin. Vísir Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig í færslu á Facebook. Færsluna skrifar hann í tilefni af ummælum Semu Erlu um hann, sem komu bæði fram í yfirlýsingu Solaris og í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins um helgina. Hann segir að um þessar mundir sé mikil skautun þjóðmálaumræðu orðin vaxandi áhyggjuefni víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Sú þróun hafi ítrekað orðið að umræðuefni á fundum hans með utanríkisráðherrum vina- og samstarfsþjóða. „Nú er svo komið að ég tel að við þurfum að hafa raunverulegar áhyggjur af þessu sama á Íslandi.“ Fólki frjálst að hafa aðrar skoðanir Fyrir helgi hafi hann gagnrýnt ákvörðun Reykjavíkurborgar um að láta það viðgangast svo vikum skipti að fólk dveldist dag og nótt í tjöldum á Austurvelli. Hann sé þeirrar skoðunar að það sé algjörlega óásættanlegt að mótmælendur tjaldi og gisti á Austurvelli um lengri tíma. Honum heyrist að borgarstjóri sé loks kominn á þá skoðun einnig. Hann sé sömuleiðis alfarið á móti því að erlendir þjóðfánar blakti fyrir framan þjóðþingið daga og nætur vikum saman. „Fólki er frjálst að hafa á þessu aðrar skoðanir. Og sannarlega getur fólk einnig verið ósammála mér um að hælisleitendakerfi okkar sé komið í mikinn vanda, bæði hvað varðar kostnað og innviði samfélagsins. En það er í mínum huga algjört þrot lýðræðislegrar umræðu þegar sagt er að þessi sjónarmið sýni skort á samúð og skilningi á aðstæðum fólks í viðkvæmri stöðu. Ég hef þvert á móti ítrekað lýst samúð okkar og skilningi á stöðu fólks sem lifir í ótta um afdrif ættingja sinna á fjarlægum slóðum. Ísland hefur beitt sér af krafti alls staðar sem því er við komið og við höfum ekki látið okkar eftir liggja í mótttöku og stuðningi við fólk frá Gaza - þvert á móti.“ Ágætt dæmi um skautun umræðunnar Bjarni segir að þeir sem lengst gengu í gagnrýni á ummæli hans hafi sagt þau hreina útlendingaandúð, og vísar í orð Semu Erlu og fleiri. „Hér erum við komin með ágætt dæmi um skautun í opinberri umræðu þar sem ábendingar um augljósa galla í hælisleitendakerfinu leiða til ásakana um skort á allri samkennd, rasisma og hvatningu til ofbeldis.“ Það fjölgi hratt í hópi fólks sem segir við hann að orðfærið sem nú tíðkast sé orðið svo grimmilegt að það veigri sér við að opinbera skoðanir sínar á hinum ýmsu málum. Ekki síst eigi þetta við á samfélagsmiðlum. Það sé við slíkar aðstæður sem hætt er við að upp úr sjóði og raunverulegar öfgar, sem við höfum blessunarlega verið að mestu laus við á Íslandi, geri vart við sig. Skoðanaskipti verði að geta átt sér stað Bjarni segir að í lýðræðisríki eigi skoðanaskipti að geta átt sér stað. Allir sem vilji leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið ættu að vera sammála um mikilvægi heilbrigðra skoðanaskipta þótt orðaskipti megi vel vera hvöss. Ásakanir aðjúnkts í Háskóla Íslands um að hann hefði mögulega gerst brotlegur við almenn hegningarlög, með því að segja skoðun sína á stöðu mála á Austurvelli og almennt í hælisleitendamálum séu fráleitar og dæmi sig sjálfar. „Þessar skoðanir mínar hafa ekkert með réttinn til að mótmæla og veita stjórnvöldum aðhald að gera. Það eru grundvallarréttindi og snar þáttur í framkvæmd lýðræðisins. Þann rétt mun ég ávallt verja.“ Skemmdarverk unnin á ráðuneytinu í morgun „En eins og flest önnur réttindi eiga þau sér takmörk. Ég legg áherslu á að fólk haldi sig innan ramma laganna. Að sletta málningu á opinberar byggingar er til dæmis skýrt lögbrot,“ segir Bjarni og tilkynnir að í morgun hafi þurft að afmá ummerki skemmdarverka á utanríkisráðuneytinu. Tveir hettuklæddir menn hafi mætt þangað snemma morguns og slett rauðri málningu á bygginguna. Hreinsun sé lokið og málið til meðferðar hjá lögreglu. „Svona framkoma er ólíðandi og á ekkert skylt við þau sjálfsögðu réttindi í lýðræðisríki að fólk komi saman og mótmæli, eins og nú er boðað að gerist klukkan 15 fyrir framan þinghúsið.“ Færslu Bjarna má sjá í heild sinni hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. 20. janúar 2024 18:47 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig í færslu á Facebook. Færsluna skrifar hann í tilefni af ummælum Semu Erlu um hann, sem komu bæði fram í yfirlýsingu Solaris og í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins um helgina. Hann segir að um þessar mundir sé mikil skautun þjóðmálaumræðu orðin vaxandi áhyggjuefni víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Sú þróun hafi ítrekað orðið að umræðuefni á fundum hans með utanríkisráðherrum vina- og samstarfsþjóða. „Nú er svo komið að ég tel að við þurfum að hafa raunverulegar áhyggjur af þessu sama á Íslandi.“ Fólki frjálst að hafa aðrar skoðanir Fyrir helgi hafi hann gagnrýnt ákvörðun Reykjavíkurborgar um að láta það viðgangast svo vikum skipti að fólk dveldist dag og nótt í tjöldum á Austurvelli. Hann sé þeirrar skoðunar að það sé algjörlega óásættanlegt að mótmælendur tjaldi og gisti á Austurvelli um lengri tíma. Honum heyrist að borgarstjóri sé loks kominn á þá skoðun einnig. Hann sé sömuleiðis alfarið á móti því að erlendir þjóðfánar blakti fyrir framan þjóðþingið daga og nætur vikum saman. „Fólki er frjálst að hafa á þessu aðrar skoðanir. Og sannarlega getur fólk einnig verið ósammála mér um að hælisleitendakerfi okkar sé komið í mikinn vanda, bæði hvað varðar kostnað og innviði samfélagsins. En það er í mínum huga algjört þrot lýðræðislegrar umræðu þegar sagt er að þessi sjónarmið sýni skort á samúð og skilningi á aðstæðum fólks í viðkvæmri stöðu. Ég hef þvert á móti ítrekað lýst samúð okkar og skilningi á stöðu fólks sem lifir í ótta um afdrif ættingja sinna á fjarlægum slóðum. Ísland hefur beitt sér af krafti alls staðar sem því er við komið og við höfum ekki látið okkar eftir liggja í mótttöku og stuðningi við fólk frá Gaza - þvert á móti.“ Ágætt dæmi um skautun umræðunnar Bjarni segir að þeir sem lengst gengu í gagnrýni á ummæli hans hafi sagt þau hreina útlendingaandúð, og vísar í orð Semu Erlu og fleiri. „Hér erum við komin með ágætt dæmi um skautun í opinberri umræðu þar sem ábendingar um augljósa galla í hælisleitendakerfinu leiða til ásakana um skort á allri samkennd, rasisma og hvatningu til ofbeldis.“ Það fjölgi hratt í hópi fólks sem segir við hann að orðfærið sem nú tíðkast sé orðið svo grimmilegt að það veigri sér við að opinbera skoðanir sínar á hinum ýmsu málum. Ekki síst eigi þetta við á samfélagsmiðlum. Það sé við slíkar aðstæður sem hætt er við að upp úr sjóði og raunverulegar öfgar, sem við höfum blessunarlega verið að mestu laus við á Íslandi, geri vart við sig. Skoðanaskipti verði að geta átt sér stað Bjarni segir að í lýðræðisríki eigi skoðanaskipti að geta átt sér stað. Allir sem vilji leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið ættu að vera sammála um mikilvægi heilbrigðra skoðanaskipta þótt orðaskipti megi vel vera hvöss. Ásakanir aðjúnkts í Háskóla Íslands um að hann hefði mögulega gerst brotlegur við almenn hegningarlög, með því að segja skoðun sína á stöðu mála á Austurvelli og almennt í hælisleitendamálum séu fráleitar og dæmi sig sjálfar. „Þessar skoðanir mínar hafa ekkert með réttinn til að mótmæla og veita stjórnvöldum aðhald að gera. Það eru grundvallarréttindi og snar þáttur í framkvæmd lýðræðisins. Þann rétt mun ég ávallt verja.“ Skemmdarverk unnin á ráðuneytinu í morgun „En eins og flest önnur réttindi eiga þau sér takmörk. Ég legg áherslu á að fólk haldi sig innan ramma laganna. Að sletta málningu á opinberar byggingar er til dæmis skýrt lögbrot,“ segir Bjarni og tilkynnir að í morgun hafi þurft að afmá ummerki skemmdarverka á utanríkisráðuneytinu. Tveir hettuklæddir menn hafi mætt þangað snemma morguns og slett rauðri málningu á bygginguna. Hreinsun sé lokið og málið til meðferðar hjá lögreglu. „Svona framkoma er ólíðandi og á ekkert skylt við þau sjálfsögðu réttindi í lýðræðisríki að fólk komi saman og mótmæli, eins og nú er boðað að gerist klukkan 15 fyrir framan þinghúsið.“ Færslu Bjarna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. 20. janúar 2024 18:47 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. 20. janúar 2024 18:47
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent