Aron Pálmarsson: „Við erum allir helvítis egóistar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 17:12 Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði 6 mörk. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson spilaði vel og skoraði sex mörk í 35-30 sigri Íslands á Króatíu. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur sem Ísland hefur unnið gegn Króatíu á stórmóti. „Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira