Hve stóran sigur þarf Ísland og hjálpar Holland til í dag? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Strákarnir okkar eru í snúinni stöðu og vita ekki hversu stóran sigur þeir þurfa gegn Austurríki. VÍSIR/VILHELM Úrslitin á EM í gær gefa íslenska karlalandsliðinu í handbolta von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. En þarf liðið núna bara sigur gegn Austurríki, til að komast í undankeppni ÓL, eða þarf fimm marka sigur? Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira