Hve stóran sigur þarf Ísland og hjálpar Holland til í dag? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Strákarnir okkar eru í snúinni stöðu og vita ekki hversu stóran sigur þeir þurfa gegn Austurríki. VÍSIR/VILHELM Úrslitin á EM í gær gefa íslenska karlalandsliðinu í handbolta von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. En þarf liðið núna bara sigur gegn Austurríki, til að komast í undankeppni ÓL, eða þarf fimm marka sigur? Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira