„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. „Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent