„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. „Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira