„Heilt yfir var kvöldið of nóttin frekar róleg,“ segir í tilkynningu lögreglu en að eitthvað hafi verið tilkynnt um fólk í annarlegu ástandi og veikindi. Lögregla afgreiddi slík mál og kvartanir vegna snjómoksturs á vettvangi. Töluvert var af slíkum kvörtunum að sögn lögreglu.
Þá kemur fram í dagbók að lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum vegna aksturs undir áhrifum áfengis.
Einn var vistaður í fangageymslu vegna ástands en hann var handtekinn fyrir minniháttar eignaspjöll.