„Ég á helling inni og þarf að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Austurríkismanna í leik dagsins. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon var niðurlútur þrátt fyrir tveggja marka sigur Íslands gegn Austurríki í lokaleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi þetta árið, 26-24. Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Íslenska liðið hefði þurft að vinna með fimm marka mun eða meira til að auka möguleika sína á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana, en liðið kastaði frá sér sex marka forystu sem það hafði í hálfleik. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en liðið þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við náttúrulega bara byrjum ekki seinni hálfleikinn af nógu góðum krafti og vorum bara í veseni fyrstu tíu mínúturnar. Ég veit ekki hvað það var,“ sagði Ómar Ingi í leikslok. „Við vorum bara ekki nógu skarpir fannst mér og eitthvað ragir. Við vorum í góðri stöðu, en náðum ekki að nýta okkur það.“ Hann segir að þrátt fyrir sigurinn séu úrslitin klárlega vonbrigði. „Við ætluðum okkur klárlega að vinna þetta stærra. Og sérstaklega miðað við hvernig staðan var í hálfleik. Mér fannst við vera töluvert betri og við áttum að sýna það í seinni hálfleik og vinna stærra. Það er alveg klárt að við erum klárlega betri en við náðum ekki að sýna það.“ Þá segir hann einnig að mögulega vanti drápseðli í liðið, enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenska liðið er í góðri stöðu í fyrri hálfleik, en gefur svo eftir í þeima seinni. Klippa: Viðtal við Ómar Inga eftir Austurríkisleikinn „Það gæti verið. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er bara svekkjandi því við vorum í góðri stöðu sem við hefðum átt að nýta betur. Kannski fór þetta eitthvað í hausinn á okkur að vera svona yfir, ég veit það ekki. Við þurfum að skoða það.“ Ómar missti af seinasta leik Íslands vegna veikinda og var enn veikur í gær. Hann segir þó að heilsan hafi verið góð í dag og hann hafi verið klár í slaginn. „Ég var alveg klár í slaginn. Ég var ekkert það veikur þannig ég var klár núna.“ Hann segir þó að hans eigin frammistaða hafi valdið honum vonbrigðum. „Ekkert spes. Ég á helling inni og þarf að gera betur, það er alveg klárt. Það eru bara vonbrigði með það að hafa ekki náð að gera þetta almennilega.“ „Ég þarf kannski bara að skoða þetta, en ég komst aldrei í takt við mótið einhvernveginn. Af hverju það er veit ég ekki. Það voru svona skorpur hér og þar en ég var langt frá mínu leveli,“ sagði Ómar að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44 Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38 „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. 24. janúar 2024 16:44
Tölfræðin á móti Austurríki: Skoruðu ekki mark í rúmar þrettán mínútur Íslenska landsliðið hefur átt marga slæma kafla á Evrópumótinu í ár en fáir voru þó verri en byrjunin á seinni hálfleiknum í dag. 24. janúar 2024 16:38
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Samfélagsmiðlar um leik Íslands gegn Austurríki: Seinni hálfleikur vonbrigði Íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26 í síðasta leik í milliriðli á EM karla í handbolta. Aðdáendur íslenska landsliðsins fóru yfir leikinn og létu skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum. 24. janúar 2024 16:36
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15