Búrfellslundur – fyrir hvern? Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! En hvers vegna liggur svona mikið á? Gæti það hugsanlega verið vegna þess að Landsvirkjun sé búin að selja orkuna? 14. desember 2022 gerði Landsvirkjun 20MW raforkusamning við Landeldi í Þorlákshöfn og átti orkan að afhendast á næstu árum. Þann 6. febrúar 2023 undirritaði Landsvirkjun yfirlýsingu um raforkusölu við GeoSalmon í Þorlákshöfn. Líklega hefur Landsvirkjun ekki þorað að gera annan stóran raforkusamninginn á þessum tíma vitandi það að orkan var ekki til. Svo dregur til tíðinda þann 21. júní 2023 þegar að Orka Náttúrunnar gerir 28MW raforkusamning við GeoSalmon og virðist stela viðskiptavininum GeoSalmon frá Landsvirkjun. Ætli það sé hugsanleg útskýring forstjóra Landsvirkjunar á meintum leka á milli markaða, en áhugavert væri að báðir forstjórarnir útskýrðu fyrir almenningi hvaða orku þeir voru að gera samninga um á sama tíma og skerðingar hafa átt sér stað á raforku síðustu ár. En hvað þýða þessir tveir raforkusamningar sem Landsvirkjun og Orka náttúrunnar gerðu. Þessir tveir raforkusamningar, samtals upp á 48MW þýðir 420 GWst af orku en áætluð orkuframleiðsla 120MW Búrfellslundar er 440GWst. Það má því segja að með byggingu Búrfellslundar væri verið að búa til orku fyrir tvo viðskiptavini í Þorlákshöfn, Landeldi og GeoSalmon. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur nýtt sér heimild í lögum um rammaáætlun að fara fram á frestun á Búrfellslundi, en forstjóri Landsvirkjunar heldur að sveitarstjórnin sé bara að misskilja hlutina þar sem vindmyllurnar fara ofan í jörðina í Rangárþingi Ytra. Hann telur að þrátt fyrir að helgunarsvæði vindmyllnanna sé að hluta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þá þurfi hann ekki leyfi þar. Þrátt fyrir að grendaráhrif vindmyllugarðsins séu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Einnig heldur hann að þrátt fyrir að öll efnistaka við byggingu Búrfellslundar komi úr námum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá þurfi hann ekki leyfi. Þetta sé bara misskilningur! Einnig telur hann afstaða sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ekki skipta neinu máli þegar honum er bent á að Búrfellslundur er aðeins rúma 2 km frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal þar sem einnig er stærsta friðlýsing minja á Íslandi. Þetta er eftirsóttasti ferðamannastaðurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en kannski er það bara líka misskilningur! Liggi svo mikið á að byggja vindorkuver fyrir viðskiptavini í Ölfusi, er þá ekki einfaldlega best að byggja vindorkugarðinn í Ölfusi en ekki reyna að koma honum fyrir á hálendi Íslands. Sagan vinnur þar ekki með Ölfusi en þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þetta vindorkuver átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn sem er lengra frá heldur en fjarlægð Búrfellslundar frá Þjóðlendunni í Þjórsárdal! Hættum að misskilja hlutina og vinnum saman að aukinni orkuöflun í sátt við nærsamfélagið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar á síðasta ári, eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitti framkvæmdaleyfi til byggingar stórvirkjunar á árinu 2023 og hefur því sannarlega sýnt í verki að sveitarstjórnin vinnur að aukinni grænni orkuöflun, enda mest raforka á Íslandi verið framleidd í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun