EHF heldur áfram að koma á óvart: Bjarki líka tilnefndur í lið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:01 Bjarki Már Elísson skoraði 21 mark fyrir íslenska liðið á mótinu en 38 prósent þeirra í einum leik. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var einn af sex bestu vinstri hornamönnum Evrópumótsins í handbolta en hann er tilnefndur í úrvalsliðið af EHF, evrópska handboltasambandinu. Evrópska sambandið eyddi gærdeginum í að tilkynna tilnefningar sínar á miðlum sínum og undir lokin komu fréttirnar af þeim sem þóttu standa sig best í vinstra horni. Bjarki mun berjast um sæti í úrvalsliði mótsins við Sebastian Frimmel frá Austurríki, Emil Jakobsen frá Danmörku, Rutger ten Velde frá Hollandi. Alexandre Blonz frá Noregi og Hampus Wanne frá Svíþjóð. Bjarki fékk á sig talsverða gagnrýni á mótinu ekki síst fyrir lokaleikinn á móti Austurríki þar sem hann var mjög slakur. Líkt og það að Ómar Ingi Magnússon sé tilnefndur sem besta hægri skytta mótsins þá kemur þetta val á Bjarka líka furðulega fyrir sjónir. Bjarki átti vissulega einn mjög góðan leik í sigrinum á Króatíu (8 mörk úr 11 skotum) en hann var aðeins með 2,2 mörk í leik og 52 prósent skotnýtingu í hinum sex leikjunum. Hjá Bjarka koma því miður saman tvö af stærstu vandamálum íslenska liðsins í mótinu, að nýta dauðafæri og nýta vítaskot. Bjarki nýtti aðeins 50% víta sinna og aðeins 9 af 20 skotum sínum úr vinstra horninu. 8 af 21 marki hans komu úr hraðaupphlaupum. Á eðlilegu móti fékk Bjarki allt upp í hendurnar til að spila sig inn í myndina sem einn af bestu vinstri hornamönnum mótsins en þessi frammistaða nægði honum til að komast í hóp þeirra bestu. Það kemur vissulega á óvart. Enginn annar leikmaður íslenska liðsins, aðrir en Ómar Ingi eða Bjarki, var tilnefndur í úrvalsliðið. View this post on Instagram A post shared by EHF EURO (@ehfeuro) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Evrópska sambandið eyddi gærdeginum í að tilkynna tilnefningar sínar á miðlum sínum og undir lokin komu fréttirnar af þeim sem þóttu standa sig best í vinstra horni. Bjarki mun berjast um sæti í úrvalsliði mótsins við Sebastian Frimmel frá Austurríki, Emil Jakobsen frá Danmörku, Rutger ten Velde frá Hollandi. Alexandre Blonz frá Noregi og Hampus Wanne frá Svíþjóð. Bjarki fékk á sig talsverða gagnrýni á mótinu ekki síst fyrir lokaleikinn á móti Austurríki þar sem hann var mjög slakur. Líkt og það að Ómar Ingi Magnússon sé tilnefndur sem besta hægri skytta mótsins þá kemur þetta val á Bjarka líka furðulega fyrir sjónir. Bjarki átti vissulega einn mjög góðan leik í sigrinum á Króatíu (8 mörk úr 11 skotum) en hann var aðeins með 2,2 mörk í leik og 52 prósent skotnýtingu í hinum sex leikjunum. Hjá Bjarka koma því miður saman tvö af stærstu vandamálum íslenska liðsins í mótinu, að nýta dauðafæri og nýta vítaskot. Bjarki nýtti aðeins 50% víta sinna og aðeins 9 af 20 skotum sínum úr vinstra horninu. 8 af 21 marki hans komu úr hraðaupphlaupum. Á eðlilegu móti fékk Bjarki allt upp í hendurnar til að spila sig inn í myndina sem einn af bestu vinstri hornamönnum mótsins en þessi frammistaða nægði honum til að komast í hóp þeirra bestu. Það kemur vissulega á óvart. Enginn annar leikmaður íslenska liðsins, aðrir en Ómar Ingi eða Bjarki, var tilnefndur í úrvalsliðið. View this post on Instagram A post shared by EHF EURO (@ehfeuro)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira