Snjómokstursmálið mikla farsællega til lykta leitt Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 11:29 Tómas er ánægður með Vísi en eftir að hann tjáði sig um vanda sem hafði staðið í fjögur ár var hann farsællega til lykta leiddur. Snjómokstursmaðurinn er hættur að vekja hann klukkan fjögur á nóttu. vísir/jakob Tómas Skúlason og fjölskylda sofa nú svefni hinna réttlátu í Breiðholti en mikil snjómokstursvél tók ævinlega til hendinni þegar snjór kom úr lofti við svefnherbergisglugga þeirra klukkan fjögur að nóttu til. „Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka. Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
„Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka.
Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira