Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir og Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifa 30. janúar 2024 08:00 Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis). Það er þekkt að hormónameðferð gerir gagn hjá þeim konum sem hafa mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni og einnig er hormónameðferð mikilvæg hjá þeim konum sem fara í snemmbær tíðahvörf og getur þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar er vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Estrógen og prógesterón eru hormón framleidd í eggjastokkum og byrjar framleiðsla við upphaf tíða og heldur áfram þar til að tíðahvörfum kemur sem er að meðaltali um 50 ára aldur. Vitað er að þessi innri framleiðsla getur haft áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu en konur sem byrja snemma á tíðum eða fara seint í tíðahvörf eru í meiri áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein og eggjastokkakrabbamein miðað við þær sem hafa styttra tímabil innri hormónaframleiðslu. Því skyldi engan undra að ytri hormónar (þ.e. estrógen og prógesterón gjafir) geta einnig valdið aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þessu var vel lýst í stórri rannsókn sem nefnist Women´s Health Initiative (WHI) sem birtist fyrst 2002. Í þeirri rannsókn voru konur á aldrinum 50-79 ára settar á estrógen og prógesteron (eða estrógen eitt sér ef þær höfðu farið í legnám) og fylgt eftir að meðaltali í 5-7 ár. Rannsóknin með samsettu estrógen og prógesterón meðferðinni var stöðvuð snemma þegar kom í ljós aukið áhættuhlutfall á brjóstakrabbameini. Hins vegar sýndi estrógen eitt sér (sem eingöngu er hægt að beita hjá konum án legs) fram á verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Rannsóknir frá Bretlandi hafa sýnt fram á sams konar áhættuaukningu með samsettri hormónameðferð. Þar sem áhætta á brjóstakrabbameini á lífsleiðinni frá 25-85 ára aldurs er að meðaltali um 14% þá getur verið um verulega aukningu að ræða ef slík áhætta tvöfaldast. Hvað varðar krabbamein í eggjastokkum þá vantar stærri framskyggnar rannsóknir en faraldsfræðirannsóknir benda til vægrar áhættuaukningar við notkun samsettrar hormónameðferðar við 5 ára notkun og helst áhættuaukningin eftir að notkun hormóna er hætt. Áhættan eykst eftir því sem konur eru eldri á meðferðinni. Þó ber að hafa í huga að lífstímaáhætta fyrir eggjastokkakrabbameini hjá konum án þekktra áhættugena er lág eða 1,4-2%. Mikið hefur verið rætt um nýjar tegundir hormóna og hvort minni áhætta fylgi því að gefa hormóna um húð en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á brjóstakrabbameini; það er eingöngu ef estrógen er gefið um leggöng sem ekki hefur verið sýnt fram á aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Konur með fyrri sögu um brjóstakrabbamein ættu að forðast hormónameðferð, aðra en staðbundna notkun estrógens í leggöng.Þegar verið er að hefja hormónameðferð þarf að huga að grunnáhættu á krabbameinum í brjóstum og kvenlíffærum. Þá getur bæði verið um að ræða undirliggjandi þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í genum eða sterka fjölskyldusögu þar sem slíkt er í flestum tilfellum frábending fyrir meðferð. Einnig ætti ekki að setja konur á hormónameðferð ef þær eru með sögu um blóðtappa, heilablóðfall, lifrarsjúkdóm eða óútskýrðar blæðingar um leggöng. Mikil aukning á notkun testósteróns er einnig umhugsunarverð þar sem fáar rannsóknir hafa skoðað langtímaáhrif testósteróns á konur. Testósterón meðferð getur átt við í völdum tilfellum en við teljum varhugavert að nota slíka meðferð hjá fjölda kvenna án þess að hafa að baki rannsóknir sem sýna a.m.k. ekki fram á skaða af meðferðinni. Aukaverkanir testósterón meðferðar hjá konum geta verið óafturkræfar og eru þar algengastar skallamyndun, óæskilegur hárvöxtur og dýpkun raddar. Af ofangreindu er ljóst að hormónameðferð er flókin meðferð þar sem vega þarf inn marga þætti þegar hefja á meðferð. Lífsgæði vega þungt en við teljum ljóst að ein uppskrift hentar ekki öllum konum og mikilvægt er að upplýst umræða eigi sér stað. Jafnframt að þegar meðferð er hafin sé hugað að því að beita henni í sem stystan tíma, nota eins lága skammta og hægt er og fylgja konum vel eftir. Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis LandspítalaÓlöf K. Bjarnadóttir, krabbameinslæknir LandspítalaSigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir Landspítala, dósent við læknadeild Háskóla ÍslandsSvanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðlækningadeildar Landspítala Heimildir: Rossouw JE, Anderson GL, Prentice RL, et al. Writing Group for the Women’s Health Initiative Investigators. Risks and benefits of estrogen plus progestin in healthy postmenopausal women: principal results from the Women’s Health Initiative randomized controlled trial. JAMA 2002; 288: 321–33. The Women’s Health Initiative Randomized Controlled Trial. Effects of conjugated equine estrogen in postmenopausal women with hysterectomy. JAMA 2004; 291: 1701–12. Beral V et al. Million Women Study Collaborators. Breast cancer and hormone-replacement therapy in the Million Women Study. Lancet. 2003 Aug 9;362(9382):419-27. Collaborative group on hormonal factors in breast cancer. Type and timing of menopausal hormone therapy and breast cancer risk: individual participant meta-analysis of the worldwide epidemiological evidence. Lancet 2019; 394: 1159-68. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis). Það er þekkt að hormónameðferð gerir gagn hjá þeim konum sem hafa mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni og einnig er hormónameðferð mikilvæg hjá þeim konum sem fara í snemmbær tíðahvörf og getur þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar er vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Estrógen og prógesterón eru hormón framleidd í eggjastokkum og byrjar framleiðsla við upphaf tíða og heldur áfram þar til að tíðahvörfum kemur sem er að meðaltali um 50 ára aldur. Vitað er að þessi innri framleiðsla getur haft áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu en konur sem byrja snemma á tíðum eða fara seint í tíðahvörf eru í meiri áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein og eggjastokkakrabbamein miðað við þær sem hafa styttra tímabil innri hormónaframleiðslu. Því skyldi engan undra að ytri hormónar (þ.e. estrógen og prógesterón gjafir) geta einnig valdið aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þessu var vel lýst í stórri rannsókn sem nefnist Women´s Health Initiative (WHI) sem birtist fyrst 2002. Í þeirri rannsókn voru konur á aldrinum 50-79 ára settar á estrógen og prógesteron (eða estrógen eitt sér ef þær höfðu farið í legnám) og fylgt eftir að meðaltali í 5-7 ár. Rannsóknin með samsettu estrógen og prógesterón meðferðinni var stöðvuð snemma þegar kom í ljós aukið áhættuhlutfall á brjóstakrabbameini. Hins vegar sýndi estrógen eitt sér (sem eingöngu er hægt að beita hjá konum án legs) fram á verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Rannsóknir frá Bretlandi hafa sýnt fram á sams konar áhættuaukningu með samsettri hormónameðferð. Þar sem áhætta á brjóstakrabbameini á lífsleiðinni frá 25-85 ára aldurs er að meðaltali um 14% þá getur verið um verulega aukningu að ræða ef slík áhætta tvöfaldast. Hvað varðar krabbamein í eggjastokkum þá vantar stærri framskyggnar rannsóknir en faraldsfræðirannsóknir benda til vægrar áhættuaukningar við notkun samsettrar hormónameðferðar við 5 ára notkun og helst áhættuaukningin eftir að notkun hormóna er hætt. Áhættan eykst eftir því sem konur eru eldri á meðferðinni. Þó ber að hafa í huga að lífstímaáhætta fyrir eggjastokkakrabbameini hjá konum án þekktra áhættugena er lág eða 1,4-2%. Mikið hefur verið rætt um nýjar tegundir hormóna og hvort minni áhætta fylgi því að gefa hormóna um húð en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á brjóstakrabbameini; það er eingöngu ef estrógen er gefið um leggöng sem ekki hefur verið sýnt fram á aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Konur með fyrri sögu um brjóstakrabbamein ættu að forðast hormónameðferð, aðra en staðbundna notkun estrógens í leggöng.Þegar verið er að hefja hormónameðferð þarf að huga að grunnáhættu á krabbameinum í brjóstum og kvenlíffærum. Þá getur bæði verið um að ræða undirliggjandi þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í genum eða sterka fjölskyldusögu þar sem slíkt er í flestum tilfellum frábending fyrir meðferð. Einnig ætti ekki að setja konur á hormónameðferð ef þær eru með sögu um blóðtappa, heilablóðfall, lifrarsjúkdóm eða óútskýrðar blæðingar um leggöng. Mikil aukning á notkun testósteróns er einnig umhugsunarverð þar sem fáar rannsóknir hafa skoðað langtímaáhrif testósteróns á konur. Testósterón meðferð getur átt við í völdum tilfellum en við teljum varhugavert að nota slíka meðferð hjá fjölda kvenna án þess að hafa að baki rannsóknir sem sýna a.m.k. ekki fram á skaða af meðferðinni. Aukaverkanir testósterón meðferðar hjá konum geta verið óafturkræfar og eru þar algengastar skallamyndun, óæskilegur hárvöxtur og dýpkun raddar. Af ofangreindu er ljóst að hormónameðferð er flókin meðferð þar sem vega þarf inn marga þætti þegar hefja á meðferð. Lífsgæði vega þungt en við teljum ljóst að ein uppskrift hentar ekki öllum konum og mikilvægt er að upplýst umræða eigi sér stað. Jafnframt að þegar meðferð er hafin sé hugað að því að beita henni í sem stystan tíma, nota eins lága skammta og hægt er og fylgja konum vel eftir. Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis LandspítalaÓlöf K. Bjarnadóttir, krabbameinslæknir LandspítalaSigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir Landspítala, dósent við læknadeild Háskóla ÍslandsSvanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðlækningadeildar Landspítala Heimildir: Rossouw JE, Anderson GL, Prentice RL, et al. Writing Group for the Women’s Health Initiative Investigators. Risks and benefits of estrogen plus progestin in healthy postmenopausal women: principal results from the Women’s Health Initiative randomized controlled trial. JAMA 2002; 288: 321–33. The Women’s Health Initiative Randomized Controlled Trial. Effects of conjugated equine estrogen in postmenopausal women with hysterectomy. JAMA 2004; 291: 1701–12. Beral V et al. Million Women Study Collaborators. Breast cancer and hormone-replacement therapy in the Million Women Study. Lancet. 2003 Aug 9;362(9382):419-27. Collaborative group on hormonal factors in breast cancer. Type and timing of menopausal hormone therapy and breast cancer risk: individual participant meta-analysis of the worldwide epidemiological evidence. Lancet 2019; 394: 1159-68.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun