Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir jafnframt að að mörgu sé að hyggja í verkefni eins og þessu, ekki síst í janúarmánuði þegar allra veðra von.
„Útgangspunkturinn er öryggi og velferð Grindvíkinga, og að allir íbúar fái jöfn tækifæri til að vitja eigna sinna í Grindavík.“
Óforsvaranlegt að halda fyrirhuguðu plani
Á morgun er gul viðvörun í gildi frá klukkan 12 - 19 og búast má við erfiðum akstursskilyrðum.
„Færð getur spillst og því er talið óforsvaranlegt að halda því plani sem búið var kynna og ákveða að íbúum og fyrirtækjum verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun, miðvikudaginn 31.janúar,“ segir í tilkynningunni frá Almannavörnum.
Áætlunin sem fyrirhuguð var á morgun færist yfir á fimmtudaginn, 1. febrúar. Þeir íbúar sem áttu tíma til að fara inn í bæinn á morgun þurfa ekki að sækja um nýjan QR kóða á Ísland.is.
