Fjölbreytni er ofmetin Pawel Bartoszek skrifar 31. janúar 2024 11:00 Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar. Eins og allar kröfur sem við setjum þá kostar þetta auðvitað. Hönnuðurinn sem hannar húsið getur ekki haft hæðirnar eða stigagangana of líka og þarf að hanna nýtt í hvert skipti. Verktakinn sem kaupir lóðina til að byggja getur ekki keypt teikningarnar af sama arkitekt og teiknaði húsið við hliðina á af því að… arkitektarnir þurfa að vera ólíkir. Væntanlega byggist hugmyndin um fjölbreytni á þeirri nálgun að fyrst fólk sé ólíkt þá ættu húsin og íbúðirnar sem það býr í að vera það líka. En við höfum hingað til ekki þurft að þvinga aðra markaði í sömu átt. Það eru ekki settar reglur um að bílafloti landsmanna skuli vera svona og svona fjölbreyttur þegar kemur að tegundum og litavali. Hann er það án slíkra inngripa. Var Norðurmýrin skipulagsslys? Til að skjóta fólki skelk í bringu sýna úrbanískar greinar stundum myndir af nýbyggðum hverfum frá Bandaríkjunum eða Asíu þar öllu einbýlishúsin eða blokkirnar eru meira og minna eins. En það auðvelt að leika þann leik. Ef við skoðum þessa mynd af Norðurmýrinni og Hlíðunum frá því um miðja seinustu öll þá má greina svipaða einsleitni. Sigurhans E. Vignir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Norðurmýrin nýbyggð er þannig eins og fullkomið dæmi um það sem nútíma-skipulagstískan er að reyna að hindra. Byggðin er einsleit. Einn maður, Einar Sveinsson, kemur bæði að því að teikna hverfið og flest húsin í því. Sama á við í Hlíðunum þar sem heilu húsaraðirnar eru smíðaðar eftir sömu teikningum frá Guðjóni Samúelssyni og nokkrum öðrum. Það er samt ekki þannig að Hlíðarnar eða Norðurmýrin séu hverfi sem fólk forðast. Því fer fjarri. Eða að samsetning íbúanna í húsunum sé einsleit þótt húsin sjálf séu það. Dæmigert hús í Hlíðunum getur hæglega hýst eftirfarandi íbúa: a) ungt fólk í kjallara, b) kjarnafjölskyldu á jarðhæð, c) ráðsett hjón á efri hæð og d) nýfráskilinn skrifstofumann í risinu. Þetta er sú fjölbreytni sem telur. Að húsin séu öll eins og teiknuð af sömu körlunum, skiptir minna máli. Síðan er hús líka svolítið eins og nýfædd börn. Við erum öll svipuð á fæðingardeildinni en síðan breytumst við þegar á líður, sum okkar stækka meira en önnur, sum okkar fara vel með sig, önnur ekki. Við verðum öll fjölbreytt með tíma. Ef við færum okkur út fyrir landsteinana þá getum skoðað staði eins og Barcelona þar sem „einsleitnin” hefur náð hámarki. Richard Sennett Þetta er auðvitað mjög einsleitt allt saman. Andspænis þessum gætum við skoðað einbýlishúsahverfi þar sem hver íbúi byggir hús eftir eigin höfði. Útlitslega verða slík hverfi ekki einsleit en ef allir íbúar eru á svipuðum aldri, með svipaðar tekjur, ef fólk getur ekki stækkað eða minnkað við sig innan hverfis og barnafjöldi í hverfinu sveiflast vegna þessa þá er það mikið meira vandamál heldur en það að húsin líti svipað út. Slökum á kröfunni um fjölbreytni í hönnun Mikilvægt er að halda dampi í uppbyggingu húsnæðis. Það er eðlilegt að rýna stöðugt hvaða kröfur eru lagðar á húsbyggjendur og í hvaða tilgangi. Ég er ekki sammála þeim sem telja að einfaldasta leiðin sé leggja til hliðar öll markmið varðandi þéttingu byggðar og teppaleggja allar heiðar og tún í jaðri byggðar með nýjum hverfum. Það kallar líka á mikinn kostnað vegna uppbyggingar vega og annarra innviða. Hins vegar ætti að slaka á sumum kröfum um fjölbreytni í hönnun á uppbyggingarreitum. Ef hús er vel hannað er bæði ódýrt og skynsamlegt að afrita hönnunina, og byggja fleiri vel hönnuð hús. Aðalatriðið er að göturýmið sé öruggt og gott, í mannlegum skala og að sá sem ferðist um hverfið á tveimur jafnfljótum hafi eitthvað nýtt að upplifa með reglulegu millibili. Fjölbreytni í húsahönnun getur verið rétta leiðin til þess, en þannig er það ekki alltaf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn Reykjavík Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar. Eins og allar kröfur sem við setjum þá kostar þetta auðvitað. Hönnuðurinn sem hannar húsið getur ekki haft hæðirnar eða stigagangana of líka og þarf að hanna nýtt í hvert skipti. Verktakinn sem kaupir lóðina til að byggja getur ekki keypt teikningarnar af sama arkitekt og teiknaði húsið við hliðina á af því að… arkitektarnir þurfa að vera ólíkir. Væntanlega byggist hugmyndin um fjölbreytni á þeirri nálgun að fyrst fólk sé ólíkt þá ættu húsin og íbúðirnar sem það býr í að vera það líka. En við höfum hingað til ekki þurft að þvinga aðra markaði í sömu átt. Það eru ekki settar reglur um að bílafloti landsmanna skuli vera svona og svona fjölbreyttur þegar kemur að tegundum og litavali. Hann er það án slíkra inngripa. Var Norðurmýrin skipulagsslys? Til að skjóta fólki skelk í bringu sýna úrbanískar greinar stundum myndir af nýbyggðum hverfum frá Bandaríkjunum eða Asíu þar öllu einbýlishúsin eða blokkirnar eru meira og minna eins. En það auðvelt að leika þann leik. Ef við skoðum þessa mynd af Norðurmýrinni og Hlíðunum frá því um miðja seinustu öll þá má greina svipaða einsleitni. Sigurhans E. Vignir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Norðurmýrin nýbyggð er þannig eins og fullkomið dæmi um það sem nútíma-skipulagstískan er að reyna að hindra. Byggðin er einsleit. Einn maður, Einar Sveinsson, kemur bæði að því að teikna hverfið og flest húsin í því. Sama á við í Hlíðunum þar sem heilu húsaraðirnar eru smíðaðar eftir sömu teikningum frá Guðjóni Samúelssyni og nokkrum öðrum. Það er samt ekki þannig að Hlíðarnar eða Norðurmýrin séu hverfi sem fólk forðast. Því fer fjarri. Eða að samsetning íbúanna í húsunum sé einsleit þótt húsin sjálf séu það. Dæmigert hús í Hlíðunum getur hæglega hýst eftirfarandi íbúa: a) ungt fólk í kjallara, b) kjarnafjölskyldu á jarðhæð, c) ráðsett hjón á efri hæð og d) nýfráskilinn skrifstofumann í risinu. Þetta er sú fjölbreytni sem telur. Að húsin séu öll eins og teiknuð af sömu körlunum, skiptir minna máli. Síðan er hús líka svolítið eins og nýfædd börn. Við erum öll svipuð á fæðingardeildinni en síðan breytumst við þegar á líður, sum okkar stækka meira en önnur, sum okkar fara vel með sig, önnur ekki. Við verðum öll fjölbreytt með tíma. Ef við færum okkur út fyrir landsteinana þá getum skoðað staði eins og Barcelona þar sem „einsleitnin” hefur náð hámarki. Richard Sennett Þetta er auðvitað mjög einsleitt allt saman. Andspænis þessum gætum við skoðað einbýlishúsahverfi þar sem hver íbúi byggir hús eftir eigin höfði. Útlitslega verða slík hverfi ekki einsleit en ef allir íbúar eru á svipuðum aldri, með svipaðar tekjur, ef fólk getur ekki stækkað eða minnkað við sig innan hverfis og barnafjöldi í hverfinu sveiflast vegna þessa þá er það mikið meira vandamál heldur en það að húsin líti svipað út. Slökum á kröfunni um fjölbreytni í hönnun Mikilvægt er að halda dampi í uppbyggingu húsnæðis. Það er eðlilegt að rýna stöðugt hvaða kröfur eru lagðar á húsbyggjendur og í hvaða tilgangi. Ég er ekki sammála þeim sem telja að einfaldasta leiðin sé leggja til hliðar öll markmið varðandi þéttingu byggðar og teppaleggja allar heiðar og tún í jaðri byggðar með nýjum hverfum. Það kallar líka á mikinn kostnað vegna uppbyggingar vega og annarra innviða. Hins vegar ætti að slaka á sumum kröfum um fjölbreytni í hönnun á uppbyggingarreitum. Ef hús er vel hannað er bæði ódýrt og skynsamlegt að afrita hönnunina, og byggja fleiri vel hönnuð hús. Aðalatriðið er að göturýmið sé öruggt og gott, í mannlegum skala og að sá sem ferðist um hverfið á tveimur jafnfljótum hafi eitthvað nýtt að upplifa með reglulegu millibili. Fjölbreytni í húsahönnun getur verið rétta leiðin til þess, en þannig er það ekki alltaf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun